Markaðurinn
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
Íslensk framleiðsla Tandur á vörunum QED PLUS, ECO GLJÁI og ECO PLUS hefur hlotið endurvottun Svansins og bera þessar vörur nú Svansleyfi til loka árs 2027. Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Svansins, ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfisráðherra, afhentu Brynleifi Björnssyni gæðastjóra Tandur Svansleyfið.
Tandur hefur allt frá stofnun, árið 1973, lagt mikla áherslu á umhverfismál og verið leiðandi fyrirtæki í íslenskri framleiðslu hreinlætisefna en árið 2018 fékk Tandur fyrst fyrirtækja á Íslandi Svansleyfi fyrir eigin framleiðslu. Samhliða sífellt vaxandi umhverfisvitund og kröfum neytenda er það hugur Tandur að vera í farabroddi varðandi umhverfismál og leggja sitt af mörkum við að draga úr umhverfisáhrifum eins og hægt er.
Samstarf Tandur og Umhverfisstofnunar er því hvergi nærri lokið en hafin er vinna við Svansvottun á í það minnsta fjórum vörum til viðbótar og er stefnt á að ljúka þeirri vinnu árið 2025.
Íslensk framleiðsla Tandur er fyrirtækinu mikilvæg og leggur Tandur mikinn metnað í að bæta framleiðsluhlut fyrirtækisins eins og best verður. Rúmlega Þrjár milljónir lítra hreinsiefna og meira en 70 vörutegundir er framleiddar hjá Tandur og eru uppi áform um að gera enn betur þar.
Aðgangur að íslenskri gæðaframleiðslu er ein besta leið fyrirtækja til þess gera betur í umhverfismálum sínum, minnka kolefnisfótspor sitt og auka sjálfbærni og þar ætlar Tandur að vera afl til betri vegar.
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina