Markaðurinn
Svansdagar í Rekstrarvörum
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og eitt traustasta umhverfismerki í heimi. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu – allt frá hráefnum, framleiðslu, neyslu og úrgangi.
Vörur með Svansmerkinu uppfylla ströng skilyrði sem tryggja minni losun, ábyrga auðlindanotkun og lágmarksnotkun hættulegra efna. Rekstrarvörur eru stolt af því að bjóða upp á breitt úrval af Svansmerktum vörum – allt frá hreinsiefnum fyrir allar stærðir vinnustaða til pappírslausna og vörur fyrir persónulegt hreinlæti.
Smelltu hér til að skoða úrvalið.
Í Rekstrarvörum færðu hágæða Svansvottuð hreinsiefni, bæði frá RV, Kiilto og Ecolab, sem eru leiðandi á norrænum markaði og heimsvísu. Ráðgjafar Rekstrarvara finna réttu lausnina fyrir iðnaðareldhús og vinnustaði, setja saman hreinlætisáætlanir, sjá um mælingar og uppsetningar á skömmturum. Svansvottaðar vörur eru umhverfisvænn kostur sem viðheldur framúrskarandi þrifaafköstum án skaðlegra efna.
Svansvottaða úrvalið okkar er hannað til að hjálpa þér og þínum vinnustað að velja vistvænar vörur fyrir umhverfið og heilsuna. Úrvalið inniheldur meðal annars pappírsvörur, servíettur, kerti, tauþvottaefni, handsápur og krem.
Svanurinn auðveldar neytendum að velja umhverfisvænni kosti og 80% Íslendinga treysta Svaninum!
Rekstrarvörur bjóða fjölbreytt úrval af Svansvottuðum vörum fyrir þig og þinn vinnustað. 🌿

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Íslandsmót barþjóna21 klukkustund síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata