Markaðurinn
Svansdagar í Rekstrarvörum
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og eitt traustasta umhverfismerki í heimi. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu – allt frá hráefnum, framleiðslu, neyslu og úrgangi.
Vörur með Svansmerkinu uppfylla ströng skilyrði sem tryggja minni losun, ábyrga auðlindanotkun og lágmarksnotkun hættulegra efna. Rekstrarvörur eru stolt af því að bjóða upp á breitt úrval af Svansmerktum vörum – allt frá hreinsiefnum fyrir allar stærðir vinnustaða til pappírslausna og vörur fyrir persónulegt hreinlæti.
Smelltu hér til að skoða úrvalið.
Í Rekstrarvörum færðu hágæða Svansvottuð hreinsiefni, bæði frá RV, Kiilto og Ecolab, sem eru leiðandi á norrænum markaði og heimsvísu. Ráðgjafar Rekstrarvara finna réttu lausnina fyrir iðnaðareldhús og vinnustaði, setja saman hreinlætisáætlanir, sjá um mælingar og uppsetningar á skömmturum. Svansvottaðar vörur eru umhverfisvænn kostur sem viðheldur framúrskarandi þrifaafköstum án skaðlegra efna.
Svansvottaða úrvalið okkar er hannað til að hjálpa þér og þínum vinnustað að velja vistvænar vörur fyrir umhverfið og heilsuna. Úrvalið inniheldur meðal annars pappírsvörur, servíettur, kerti, tauþvottaefni, handsápur og krem.
Svanurinn auðveldar neytendum að velja umhverfisvænni kosti og 80% Íslendinga treysta Svaninum!
Rekstrarvörur bjóða fjölbreytt úrval af Svansvottuðum vörum fyrir þig og þinn vinnustað. 🌿
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum