Markaðurinn
Svansdagar í Rekstrarvörum
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og eitt traustasta umhverfismerki í heimi. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu – allt frá hráefnum, framleiðslu, neyslu og úrgangi.
Vörur með Svansmerkinu uppfylla ströng skilyrði sem tryggja minni losun, ábyrga auðlindanotkun og lágmarksnotkun hættulegra efna. Rekstrarvörur eru stolt af því að bjóða upp á breitt úrval af Svansmerktum vörum – allt frá hreinsiefnum fyrir allar stærðir vinnustaða til pappírslausna og vörur fyrir persónulegt hreinlæti.
Smelltu hér til að skoða úrvalið.
Í Rekstrarvörum færðu hágæða Svansvottuð hreinsiefni, bæði frá RV, Kiilto og Ecolab, sem eru leiðandi á norrænum markaði og heimsvísu. Ráðgjafar Rekstrarvara finna réttu lausnina fyrir iðnaðareldhús og vinnustaði, setja saman hreinlætisáætlanir, sjá um mælingar og uppsetningar á skömmturum. Svansvottaðar vörur eru umhverfisvænn kostur sem viðheldur framúrskarandi þrifaafköstum án skaðlegra efna.
Svansvottaða úrvalið okkar er hannað til að hjálpa þér og þínum vinnustað að velja vistvænar vörur fyrir umhverfið og heilsuna. Úrvalið inniheldur meðal annars pappírsvörur, servíettur, kerti, tauþvottaefni, handsápur og krem.
Svanurinn auðveldar neytendum að velja umhverfisvænni kosti og 80% Íslendinga treysta Svaninum!
Rekstrarvörur bjóða fjölbreytt úrval af Svansvottuðum vörum fyrir þig og þinn vinnustað. 🌿
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?