Frétt
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
Starbucks og verkalýðsfélagið „Workers United“ hafa ákveðið að hætta við málshöfðanir sín á milli og leita til sáttasemjara til að aðstoða við samningaviðræður um nýjan kjarasamning.
Þessi ákvörðun kemur í kjölfar verkfalla kaffibarþjóna og stöðvunar á samningaviðræðum sem hófust í apríl í fyrra. Þrátt fyrir nokkurn árangur á níu mánaða tímabili hafa viðræður staðið í stað síðan í desember, þegar verkalýðsfélagið hélt því fram að Starbucks hefði ekki lagt fram heildstæða tillögu, að því er fram kemur á nypost.com.
Með því að draga til baka málshöfðanir og leita til sáttasemjara vonast báðir aðilar til að leysa flókin mál og ná sanngjörnum samningum.
Mynd: úr safni

-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps