Markaðurinn
Sögufrægt brugghús tekur þátt í stórafmæli bjórsins á Íslandi – Bjóða upp á afmælisverð, allt að 39% ódýrari
Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að bjór var leyfður á Íslandi þá er tilvalið að rifja aðeins upp einn frægasta bjór í heimi sem hefur verið bruggaður í rúm 650 ár.
Það er bjórinn Stella Artois en hann er mest seldi belgíski bjór í heimi og er hægt að rekja sögu brugghússins aftur til ársins 1366 eða rúm 650 ár. Stella Artois hefur jafnframt verið einn vinsælasti flöskubjór á Íslandi um árabil.
„Það er auðvitað sannur heiður að svona stórt og sögufrægt brugghús vilji taka þátt í að fagna með okkur Íslendingum á þessu stórafmæli bjórs á Íslandi. Við gætum aldrei boðið þetta verð nema með sérstakri aðkomu Brugghúss Stella Artois og auðvitað bara tímabundið.“
segir Halldór Ægir Halldórsson starfsmaður Vínness sem flytur inn Stella Artois.
„Bæði við og brugghús Stella Artois erum í skýjunum yfir þeim frábæru viðtökum sem Stella Artois hefur fengið á Íslandi undanfarin ár. Þó að Ísland sé lítill markaður þá er samt tekið eftir því hversu sterkt vörumerkið er hérlendis, en Ísland er einn af sterkustu mörkuðum Stella Artois í heiminum. Þess vegna settum við okkur í samband við brugghúsið og stilltum upp tímabundinni verðlækkun sem þeir voru glaðir að taka þátt í. Það er bara með þessu samstarfi við brugghúsið sem gefur okkur færi á að að bjóða Stella Artois á þessu einstaka afmælisverði,“
segir Halldór.
Afmælisverðin eru í gildi allan marsmánuð sem hér segir: Stella Artois í 330ml flöskum lækkar um 140 kr. (39%), 330ml Stella Artois í dós lækkar um 80 kr. (24%) og 440ml dósin lækkar um 100 kr. (25%).
Mynd: ab-inbev.be
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala