Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Slepptu því að þamba og styrktu frekar Barnaspítala Hringsins

Birting:

þann

Slepptu því að þamba og styrktu frekar Barnaspítala Hringsins

Síðustu daga hefur gengið bylgja yfir facebook þar sem einstaklingar skora á hvorn annan að þamba hálfan líter af bjór og skora svo á tvo til þrjá aðra að gera slíkt hið sama.

Mun gáfulegri áskorun er í gangi á facebook eftir að Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður hóf hana fyrir stuttu, sem gengur út á það að í staðinn fyrir að þamba bjór þá ánafnar viðkomandi sem nemur kaupverði á hálfum lítra af bjór af bar til Barnaspítala Hringsins.

Fjöldi manna hefur tekið þessari áskorun og þar á meðal Hamborgarabloggið sem gáfu 1.000 kr til Barnaspítala Hringsins, að því er fram kemur á heimasíðu þeirra hér.

Í tilkynningu á facebook síðu Hamborgarabloggsins segir:

Við á Hamborgara Bloggið erum mótfallnir því að bjór sé þambaður.  Það ber að umgangast bjór af virðingu og skal hann drukkinn i rólegheitunum þannig að hver sopi fái að njóta sín.

 

Mynd: xtreme.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið