Vertu memm

Keppni

Skráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins

Birting:

þann

Bombay Kokteilakeppni – Keppnin um Bláa Safírinn

Frá úrslitum Bombay keppninnar um Bláa Safírinn í fyrra. Frá vinstri eru Hrafnkell Ingi Gissurarson sem hafnaði í 3. sæti, Daníel Oddsson sigurvegari keppninnar og Dagur Jakobsson sem endaði í 2. sæti.

Fyrsta kokteilakeppni ársins er gengin í garð þegar Bombay keppnin um Bláa Safírinn snýr aftur. Keppnin hefur fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu viðburðum ársins fyrir íslenska barþjóna.

Fyrirkomulag keppninnar byggir á svokallaðri walk-around forkeppni þar sem dómarar fara á milli staða dagana 12. og 13. janúar og meta drykki keppenda á heimavelli þeirra. Tíu bestu drykkirnir komast áfram í úrslit en dagsetning og staðsetning úrslitakeppninnar verða auglýst síðar.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu keppendur. Þar má nefna ferðavinning að andvirði 100.000 króna, vörur frá Bombay Sapphire og glæsilegan eignabikar sem fylgir titlinum Blái Safírinn.

Keppnin er með frjálsu þema en skilyrði er að hver drykkur innihaldi að minnsta kosti 3 cl af Bombay vöru. Til að taka þátt þurfa keppendur að fylla út skráningarform sem er aðgengilegt á bar.is. Þar er einnig að finna enska útgáfu keppnislýsingar og reglna. Að auki þurfa þátttakendur að deila mynd af drykknum ásamt stuttum texta á Instagram, tagga Barþjónaklúbbinn undir notendanafninu @bartendericeland og nota myllumerkið #bombaysapphire.

Skráningarfrestur er til og með 11. janúar og því ljóst að barþjónar sem hyggjast taka þátt þurfa að bregðast skjótt við.

Mynd: Ómar Vilhelmsson

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið