Frétt
Sjá fyrir endann á töfum við opnun mathallar
Það styttist í að sælkerar og soltnir borgarbúar geti hópast á Hlemm – ekki til að taka strætó, heldur gæða sér á hvers kyns kræsingum. Kaupmenn í mathöllinni eru þó orðnir langeygir eftir því að opna, því það hefur tafist um tæpt ár.
Sjá einnig: Hlemmur í biðstöðu – Myndir
Sjá einnig á visir.is: Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við
Hlemmur Mathöll átti að vera opnuð síðasta haust en opnun var frestað fram til sumars 2017. Opna átti dyrnar fyrir almenningi í júní síðastliðnum en enn standa dyrnar lokaðar. Ýmsar ástæður eru fyrir töfunum. Erfiðlega hefur gengið að fá tilskilin leyfi og rafmagnsþörf hafði verið vanmetin.
„Þar er margt sem kemur til, það er aðallega kannski eitthvað vanmetið upphaflega hvað þyrfti að gera fyrir húsið þegar er verið að breyta því svona í nýtt hlutverk, til dæmis með þakið og annað slíkt sem þurfti að taka í gegn. En nú er þetta á síðustu metrunum og lítur út fyrir að við náum þessu aðra vikuna í ágúst og bara allir mjög spenntir sem koma að þessu“
, sagði Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar í samtali við ruv.is sem fjallar nánar um opnunina hér.
Sjá einnig á visir.is: Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við
Mynd: reykjavik.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum