Frétt
Sjá fyrir endann á töfum við opnun mathallar
Það styttist í að sælkerar og soltnir borgarbúar geti hópast á Hlemm – ekki til að taka strætó, heldur gæða sér á hvers kyns kræsingum. Kaupmenn í mathöllinni eru þó orðnir langeygir eftir því að opna, því það hefur tafist um tæpt ár.
Sjá einnig: Hlemmur í biðstöðu – Myndir
Sjá einnig á visir.is: Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við
Hlemmur Mathöll átti að vera opnuð síðasta haust en opnun var frestað fram til sumars 2017. Opna átti dyrnar fyrir almenningi í júní síðastliðnum en enn standa dyrnar lokaðar. Ýmsar ástæður eru fyrir töfunum. Erfiðlega hefur gengið að fá tilskilin leyfi og rafmagnsþörf hafði verið vanmetin.
„Þar er margt sem kemur til, það er aðallega kannski eitthvað vanmetið upphaflega hvað þyrfti að gera fyrir húsið þegar er verið að breyta því svona í nýtt hlutverk, til dæmis með þakið og annað slíkt sem þurfti að taka í gegn. En nú er þetta á síðustu metrunum og lítur út fyrir að við náum þessu aðra vikuna í ágúst og bara allir mjög spenntir sem koma að þessu“
, sagði Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar í samtali við ruv.is sem fjallar nánar um opnunina hér.
Sjá einnig á visir.is: Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við
Mynd: reykjavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina