Freisting
Sigurður H. Ingimarsson, framkvæmdarstjóri GV og Jóhann Ólafsson & CO í léttu spjalli
Bjarni Þór Ólafsson, matreiðslumeistari, hefur látið af störfum, sem sölustjóri GV heildverslunar.
Aðspurður hvernig skipting verður á sölusviði GV heildverslunnar, „Í kjölfar þess, þá hefur verið ákveðið að setja, GV heildverslun og veitingasvið Jóhanns Ólafssonar & Co, undir sömu sölustjórn.
Við því starfi tekur Guðmundur Kr. Jónsson, matreiðslumeistari, en hann hefur verið sölustjóri veitingasviðs Jóhanns Ólafssonar & Co s.l. 13. ár.
Við starfi sviðsstjóra á matvælasviði GV tekur Alfreð Alfreðsson, matreiðslumeistari, en hann hóf störf hjá Jóhanni Ólafssyni & Co í október 2005.
Við starfi sviðsstjóra á veitingasviði Jóhanns Ólafssonar & Co tekur hins vegar Ólafur H. Jónsson, matreiðslumeistari, en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu í 6 ár með hléum“, segir Sigurður H. Ingimarsson, framkvæmdastjóri.
Og bætir við „Von okkar er sú að þessar breytingar skili sér í bættri þjónustu til viðskiptavina okkar og horfum við með tilhlökkun til þess samstarfs í náinni framtíð.“
Við þökkum Sigurði H. Ingimarssyni, framkvæmdarstjóra GV og Jóhann Ólafsson & CO, kærlega fyrir þetta létta spjall.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





