Vertu memm

Markaðurinn

Sígild hönnun frá Rosti verður 70 ára

Birting:

þann

Margrétarskálin - Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn - Rosti

Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar.

Ný umgjörð, sama innihald

Þrátt fyrir að Margrétarskálin hafi haldið sinni upprunalegu hönnun og efnivið í sjö áratugi er nú komið að því að steypa skálina í nýju, endurvinnanlegu plasti, Durostima®, sem uppfyllir ströngustu kröfur um endurvinnanleg efni.

Margrétarskálin - Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn - Rosti

Nýr efniviður skálarinnar hefur sömu styrkleika og forverinn, og gott betur en það. Skálin er nú ennþá sterkari og með aukinni brotvörn auk þess að mega bæði fara í örbylgjuofn og setja í frysti.

Skálin býður upp á fyrsta flokks gæði og notagildi. Með stöðugleikagúmmí á botninum og hagnýtum hellistút, er skálin stöðug og auðveld í notkun – og eftir notkun má léttilega skella henni í uppþvottavél. Líkt og með öllum Rosti vörum, fylgir henni auk þess 5 ára ábyrgð.

Eldri gerðum af Margrétarskálinni verður hægt og rólega skipt út fyrir nýja og endurbætta útgáfu á næstu misserum á sölustöðum Rosti.

Skoða endurbættar Margrétarskálar.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið