Vertu memm

Markaðurinn

Kokkalandslið Íslands velur Kentaur

Birting:

þann

Kokkalandslið Íslands velur Kentaur

Kokkalandslið Íslands velur Kentaur
Mynd: Ruth Ásgeirsdóttir

Kentaur er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða kokka- og þjónafatnað með þægindin að leiðarljósi sem stuðla að því að þér líði vel í vinnunni. Fötin standast alþjóðlega þvottastaðla og inniheldur vöruúrvalið meðal annars kokkajakka, svuntur, buxur, skyrtur og annan vinnufatnað fyrir eldhús- og veitingarekstur.

Kentaur leggur metnað sinn í vöruþróun og er því stöðugt að leita að leiðum til að betrumbæta fatnaðinn, hvort sem er með nýjum efnum eða sniðum. Að auki gerir Kentaur það sem í sínu valdi stendur til þess að hugsa um náttúruna, finna leiðir til að menga minna og sýna samfélagsábyrgð. Birgjar Kentaur eru sérvaldir meðal annars með tilliti til þess hvernig þeir koma fram við starfsfólk sitt.

Vinnufatnaðurinn frá Kentaur er þægilegur, andar vel og það er einstaklega gott að hreyfa sig í honum.

Kentaur er sá vinnufatnaður sem Kokkalandsliðið kýs að nota og klæddust þau kokkajökkum frá Kentaur á Ólympíuleikunum í febrúar síðastliðinn þar sem þau lenti í þriðja sæti. Einnig klæddust keppendur í Kokk ársins 2024 kokkajökkum frá Kentaur og tóku sig vel út í þeim.

Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024 - Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins 2024

Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024
Mynd: Mummi Lú

Kokkajakkarnir fást í nokkrum litum og gerðum en þá má auk þess sérpanta í öðrum litum ef óskað er eftir því.

Á asbjorn.is er hægt að skoða allt úrvalið frá Kentaur og kynna sér meira um vörumerkið.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið