Markaðurinn
Sérmerktar leðurvörur fyrir veitingarekstur
Dönsku leðurvörurnar frá LindDNA eru gerðar úr OEKO – TEX ® vottuðu endurunni leðri. Einstöku efni sem býður upp á endalausa möguleika í hönnun, notkun og gæðum sem gerir þær sérstaklega endingargóðar.
Vörurnar eru framleiddar í Danmörku sem tryggir öruggt gæðaeftirlit í hverju skrefi framleiðslunnar ásamt fljótum afhendingartíma, jafnvel á sérmerktum vörum.
Lind DNA bjóða upp á fjölbreytt úrval af diska- og glasamottum, möppum fyrir vínlista, matseðla og reikninga ásamt borðanúmerum og vösum fyrir hnífapör, servíettur og prjóna. Allar leðurvörur LindDNA er hægt að panta sérmerktar með merki fyrirtækisins og/eða nafni, titli eða öðrum texta sem hentar fyrir þinn rekstur.
Vörurnar eru fáanlegar í fjölmörgum litum og áferðum ásamt möguleikanum á sérpöntuðum viðbótum fyrir þarfir hvers reksturs. Auk þess eru diska- og glasamotturnar fáanlegar í nokkrum formum; ferkantaðar, kringlóttar, sporöskjulaga eða óreglulegar.
Lind DNA leggja mikla áherslu á stílhreina og einfalda norræna hönnun með umhverfismál að leiðarljósi en vörurnar eru framleiddar úr 80% endurunnu leðri og 20% náttúrugúmmí sem gerir þær einstaklega endingargóðar, sterkar og auðveldar í þrifum.
Vörurnar henta því einstaklega vel fyrir mikla notkun og þrif sem gjarnan fylgja hverkyns veitingarekstri.
Hafðu samband við Söludeild Ásbjarnar á [email protected] eða í síma 414 1100 fyrir frekari upplýsingar um hvernig Lind DNA vörurnar gætu hentað þér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn











