Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samverjinn
Ákveðið hefur verið að opna eldhúsið í Stýrimannaskólanum fyrir þá sem vilja fá ókeypis hádegisverð. Þetta er gert til að bregðast við því ástandi sem hefur skapast vegna sumarlokana hjálparstofnana.
Verkefnið heitir Samverjinn og að því standa Félag atvinnurekenda, Landssamband eldri borgara og fleiri opinberir aðilar og fyrirtæki.
Opið verður frá hálf tólf til tvö alla virka daga, í tvær vikur að minnsta kosti, en lengur ef þurfa þykir.
Fyrirtæki gefa hráefnið til máltíðanna og sjálfboðaliðar vinna öll störf.
Það er Gissur okkar Guðmundsson sem stýrir þessu verkefni og eru allir félagar KM, jafnt og aðrir sem að hafa hug á að hjálpa til beðnir að hafa samband við kauða.
Öll hjálp er vel þegin, hvort sem það er einn klukkutími, einn dagur eða ein vika.
Hér er um verðugt verkefni um að ræða og hvetjum við alla til að leggja hönd á plóg.
Nánari upplýsingar:
Gissur Guðmundsson
GSM: 897-5988
Netfang: restaurant@restaurant.is

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði