Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samverjinn
Ákveðið hefur verið að opna eldhúsið í Stýrimannaskólanum fyrir þá sem vilja fá ókeypis hádegisverð. Þetta er gert til að bregðast við því ástandi sem hefur skapast vegna sumarlokana hjálparstofnana.
Verkefnið heitir Samverjinn og að því standa Félag atvinnurekenda, Landssamband eldri borgara og fleiri opinberir aðilar og fyrirtæki.
Opið verður frá hálf tólf til tvö alla virka daga, í tvær vikur að minnsta kosti, en lengur ef þurfa þykir.
Fyrirtæki gefa hráefnið til máltíðanna og sjálfboðaliðar vinna öll störf.
Það er Gissur okkar Guðmundsson sem stýrir þessu verkefni og eru allir félagar KM, jafnt og aðrir sem að hafa hug á að hjálpa til beðnir að hafa samband við kauða.
Öll hjálp er vel þegin, hvort sem það er einn klukkutími, einn dagur eða ein vika.
Hér er um verðugt verkefni um að ræða og hvetjum við alla til að leggja hönd á plóg.
Nánari upplýsingar:
Gissur Guðmundsson
GSM: 897-5988
Netfang: [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar19 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s