Vertu memm

Frétt

Samískur jólamatur í Norrænahúsinu – Matarhugvekja frá samíska sjónvarpskokkinum Maret Ravdna Buljo

Birting:

þann

Maret Ravdna Buljo

Maret Ravdna Buljo

Margir Norðurlandabúar þekkja samíska hreindýrahirðinn og sjónvarpskokkinn Maret Ravdna Buljo eftir velgengni þáttaraðarinnar „Smaker från Sápmi“ (Bragðdæmi frá Samalandi). Þættirnir voru framleiddir fyrir sænska ríkissjónvarpið og hafa verið sýndir víða á Norðurlöndunum.

Þar kynnumst við Maret og fleiri samískum matgæðingum, sem hafa ólíkan bakgrunn en eiga sammerkt að nýta af fágætri þekkingu þau gæði sem náttúran hefur upp á að bjóða í köldu loftslagi Samalands.

Það er gífurlega margt sem læra má af samískri matarmenningu, ekki síst fyrir okkur Íslendinga. Aldagamlar hefðir kristallast m.a. í jólaréttum sem eru bragðgóðir og hollir og byggja alfarið á fjölbreyttu hráefni sem finna má í villtri náttúru Samalands, ef þekkingin er fyrir hendi. Hráefnið er ekki bara valið út frá bragði heldur einnig næringargildi, ýmsum æskilegum eiginleikum og jafnvel lækningamætti.

Hreindýrið gegnir lykilhlutverki í samískri menningu og matargerð, og Maret, sem slátraði sínu fyrsta hreindýri 12 ára gömul án aðstoðar, leggur mikla áherslu á hvernig fullnýta megi hreindýrið og aðra villibráð. Maret veit hvernig nýta má hvern einasta blóðdropa og ekkert fer til spillis. Hún man meira að segja eftir því hvernig amma hennar nýtti magainnihald hreindýrsins þegar því var slátrað sem áburð fyrir plönturnar í kring. Hugmyndafræðin um fullnýtingu hráefnis og nýtingu hráefnis úr nærumhverfinu er fjölskyldunni í blóð borin.

Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985

Maret, sem gegnir lykilhlutverki í þáttunum, er rétt um fertugt en hefur náð að afreka margt. Árið 2014 hlaut hún „Sápmi Awards“ fyrir framlag til samískrar matarmenningar og útbreiðslu þekkingar. Hún er afkastamikill hreindýrahirðir og stofnaði jafnframt gistiheimilið og veitingahúsið Boazovazzi þar sem samísk menning og matarhefðir eru í hávegum hafðar.

Föstudaginn 7. desember kl. 20-22 gefst einstakt tækifæri til að upplifa sýnikennslu frá Maret Ravdna Buljo í Norræna húsinu.

Matreiðslumeistarinn og sjónvarpskokkurinn frægi, Sveinn Kjartansson á Aalto Bistro, leiðir samtal við Maret um matargerð á norðlægum slóðum. Að lokum fá allir að smakka.

Því miður varð strax uppselt á viðburðinn en hægt verður að fylgjast með streymi á heimasíðu Norræna hússins.

Viðburðinn er styrktur af sjóðnum fyrir norskt-íslenskt menningarsamstarf og er skipulagður af Norðurlöndum í Fókus.

Maret verður gestakokkur á Aalto Bistro

Laugardagskvöldið 8. desember verður Maret gestakokkur á Aalto Bistro. Borðapantanir á [email protected].

Væntanlegur matseðill (með fyrirvara um að hráefni verði fáanlegt):

1. Liepma / Kjötsúpa úr hreindýra-kjötbeinum
2. Buollirássemálli / Brenninetlusúpa
3. Goastebuoidi / þorskur með ferskum laufkryddum
4. Hreindýrasteik maríneruð með hvönn
5. Varrabánnogáhkut / blóðpönnukökur með rjóma
6. Juopmu / túnsúru-frauð

Myndir: aðendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið