Vertu memm

Pistlar

Sacher tertan

Birting:

þann

Sachertorte is a chocolate cake, or torte of Austrian Jewish origin., invented by Austrian Jew Franz Sacher in 1832 for Prince Metternich in Vienna, Austria.

Sacher tertan fræga

Veraldarinnar kökur og kruðerí.

Veldi Habsborgara í Austurríki varð eitt helsta stórveldi Evrópu á 18. og 19. öld. Kannski má segja að veldi Austurríkis hafi náð hátindi sínum í kjölfar Napoleónstríðanna fram til byltingarársins 1848, en það tímabil er kallað Metternich-skeiðið, bæði í sögu Austurríkis sem og sögu Evrópu. En þegar líða fór á 19. öld og fram á fyrstu áratugi þeirrar fór að halla undir fæti fyrir Austurríki sem stórveldi. En þá fór í hönd mikið gullaldarskeið í austurrískri menningarsögu.

Austríkismenn hafa alla tíð verið mikil menningarþjóð. En á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. náði austurrísk menning þó að hátindi sínum í vissum skilningi. Þessum tíma í austurrískri sögu er líklega hvað best lýst í bók austurríska höfundarins Stefan Zweig, Veröld sem var. Á þessum árum verður Vín að háborg evrópskrar menningar, þar sem skáld, rithöfundar, tónskáld, arkítektar og vísindamenn söfnuðust saman á hinum rómuðu kaffihúsum borgarinnar og skeggræddu um hinstu rök tilverunnar.

Kaffihúsin eru órjúfanlegur hluti Vínarborgar. Sagan segir að fyrsta kaffihúsið hafi verið stofnað þegar íbúar borgarinnar komust yfir kaffibaunir þegar tyrkneska umsátursliðið hörfaði loksins eftir nær tveggja mánaða umsátur um borgina árið 1683. En kaffihúsaspekingar Vínarborgar lærðu það snemma að ekkert fer betur með kaffinu en gómsætt kruðerí.

Og hvað er betra með kaffinu en hin austurríska Sacher-terta. Eitt frægasta afsprengi þeirrar gullaldar í austurrískri menningu sem var lýst hér að ofan er einmitt hin rómaða og gómsæta Sacher-terta. Sagan segir að uppskriftin hafi í fyrstu átt að vera leyndarmál Sachers sjálfs, sem rak kaffihús í Vínarborg á síðustu öld. En leyndarmálið fór að hvissast, hugsanlega þegar svikull bakaradrengur ljóstraði upp um það til keppinautanna.

Hvað um það, í dag geta allir bakað Sacher-tertu. Hvað er meira róandi og upplífgandi á köldum febrúardögum en að standa í eldhúsinu og baka gómsæta súkkulaðitertu. Hér á eftir fer uppskrift að Sacher-tertu, en hún er birt án allar ábyrgðar.

Botninn.

Hráefni:

150 g suðusúkkulaði

6 egg

125 g smjör (má ekki nota smjörlíki)

2 1/2 dl flórsykur

1/2 tsk. vanilludropar

1 1/4 dl sykur

2 dl hveiti

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Smjörinu og flórsykrinum ásamt vanilludropunum er hrært saman. Eggjarauðunum er bætt við, einni í einu, og hrært vel saman. Eggjahvíturnar eru hins vegar stífþeyttar með sykrinum. Þessu er öllu blandað varlega saman við ásamt hveitinu. Deiginu er síðan hellt í form og bakað við 180° í 50 til 60 mínútur, eða þar til að kakan er orðinn bökuð.

Þegar kakan er bökuð er hún kæld. Þá er hún smurð með apríkósumauki, auðveldast er hreinlega að nota gamla góða apríkósumarmelaðið.

Kakan er síðan smurð með súkkulaðibráð. Í hana þarf svo sem um 250 grömm af bræddu suðusúkkulaði.

Berist fram með Vínarkaffi. Þá er við hæfi að spila Vínarvalsa með kaffinu.

Höfundur:
Finnur Þór Birgisson

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið