Vertu memm

Uncategorized

Rosemount: Mest selda rauðvínið

Birting:

þann

Vínið, Rosemount Shiraz/Cabernet Sauvignon í þriggja lítra kassa náði þeim framúrskarandi árangri í desember að verða mest selda kassavínið í vínbúðum sem og mest selda léttvínið í sama mánuði.  Vínið sem þykir eitt besta kassavín sem fæst hér á landi hefur svo sannarlega slegið í gegn og virðist smellpassa að smekk landans, en vínið kom fyrst á markað hér fyrir um einu ári.

 

Vín frá Rosemount hafa veri í hópi vinsælustu vína hérlendis um nokkurt skeið, má nefna að hvítvínið Rosemount GTR hefur verið mest selda hvítvínið í flöskum í vínbúðum undanfarið ár.  Fyrir jólin hófst sala á þessu vinsæla víni í kössum.  GTR stendur fyrir þrúgurnar GewürzTraminer og Riesling sem blandað er saman með einkar góðum árangri.  Í kassa er vínið alveg sérstaklega góð kaup, kostar 3.600 kr. sem  jafngildir því að flaska af víninu kostaði 900 kr.  Rosemount Shiraz / Cabernet var fyrsta tveggja þrúgna kassavínið frá Rosemount.  Vínið hefur fjólurauðan lit, góða fyllingu, er mjúkt með sætum ávexti og léttkryddaðri eik.  Góður kostur fyrir þá sem eru að leita að virkilega góðu rauðvíni á kassa sem hentar við ýmis tækifæri og með ólíkum mat.  Verðið á víninu er afar hagstætt eða 3.780 krónur og jafngildir því að flaskan myndi kosta 945 kr.

 

Greint frá í Fréttablaðinu

 

Heiðar Birnir Kristjánsson

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið