Food & fun
Robin Gill – Kol
Robin Gill er Íri sem hóf ferilinn sinn á La Stampa í Dublin. Eftir það hélt hann til stóru borgarinnar London þar sem hann vann á 3 stjörnu staðnum hjá Marco Pierre White The Oak room. Eftir það fór hann til ítalíu, vann þar á Don Alfonso. Eftir það ævintýri hélt hann aftur til London þar sem hann vann við hlið Raymond Blanc í þó nokkur ár.
Að undanförnu hefur hann heillast mikið af skandinavísku eldhúsi og hefur hann eytt einhverjum tíma í eldhúsum á borð við Noma í Kaupmannahöfn og Frantzen/Lindeberg í Stokkhólmi. Í mars á síðasta ári opnaði hann ásamt konu sinni nýmóðins Bistro stað þar sem ferskt hráefni fær að ráða ferðinni. Ekki skemmir fyrir að hann ræktar mikið af sínu grænmeti sjálfur ásamt því að búa til fjári gott hunang að eigin sögn.
Matseðillinn hljómaði upp á:
Virkilega góður réttur, vel balenseraður á allan hátt, gott kröns í höfrunum
Þvílík veisla fyrir bragðlaukana, mikið að gerast í þessum rétti
Hér voru kartöflurnar soðnar í sjó og lambið grillað í margrómaða kolaofninum þeirra, minnti mig á að fara niður í fjöru
Hér er á ferðinni eitthvað fyrir súkkulaði unnandann, virkilega góður ísinn
Þökkum við þeim á Kol kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og hlökkum mikið til að kíkja til þeirra aftur.
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

-
Keppni17 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við