Food & fun
Robin Gill – Kol
Robin Gill er Íri sem hóf ferilinn sinn á La Stampa í Dublin. Eftir það hélt hann til stóru borgarinnar London þar sem hann vann á 3 stjörnu staðnum hjá Marco Pierre White The Oak room. Eftir það fór hann til ítalíu, vann þar á Don Alfonso. Eftir það ævintýri hélt hann aftur til London þar sem hann vann við hlið Raymond Blanc í þó nokkur ár.
Að undanförnu hefur hann heillast mikið af skandinavísku eldhúsi og hefur hann eytt einhverjum tíma í eldhúsum á borð við Noma í Kaupmannahöfn og Frantzen/Lindeberg í Stokkhólmi. Í mars á síðasta ári opnaði hann ásamt konu sinni nýmóðins Bistro stað þar sem ferskt hráefni fær að ráða ferðinni. Ekki skemmir fyrir að hann ræktar mikið af sínu grænmeti sjálfur ásamt því að búa til fjári gott hunang að eigin sögn.
Matseðillinn hljómaði upp á:
Virkilega góður réttur, vel balenseraður á allan hátt, gott kröns í höfrunum
Þvílík veisla fyrir bragðlaukana, mikið að gerast í þessum rétti
Hér voru kartöflurnar soðnar í sjó og lambið grillað í margrómaða kolaofninum þeirra, minnti mig á að fara niður í fjöru
Hér er á ferðinni eitthvað fyrir súkkulaði unnandann, virkilega góður ísinn
Þökkum við þeim á Kol kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og hlökkum mikið til að kíkja til þeirra aftur.
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….