Vertu memm

Food & fun

Robin Gill – Kol

Birting:

þann

Robin Gill - Kol

Robin Gill er Íri sem hóf ferilinn sinn á La Stampa í Dublin. Eftir það hélt hann til stóru borgarinnar London þar sem hann vann á 3 stjörnu staðnum hjá Marco Pierre White The Oak room. Eftir það fór hann til ítalíu, vann þar á Don Alfonso. Eftir það ævintýri hélt hann aftur til London þar sem hann vann við hlið Raymond Blanc í þó nokkur ár.

Robin Gill - KolAð undanförnu hefur hann heillast mikið af skandinavísku eldhúsi og hefur hann eytt einhverjum tíma í eldhúsum á borð við Noma í Kaupmannahöfn og Frantzen/Lindeberg í Stokkhólmi. Í mars á síðasta ári opnaði hann ásamt konu sinni nýmóðins Bistro stað þar sem ferskt hráefni fær að ráða ferðinni. Ekki skemmir fyrir að hann ræktar mikið af sínu grænmeti sjálfur ásamt því að búa til fjári gott hunang að eigin sögn.

Matseðillinn hljómaði upp á:

Gulrætur, skyr, tröllahafra, granola, vatnakarsi

Gulrætur, skyr, tröllahafra, granola, vatnakarsi

Virkilega góður réttur, vel balenseraður á allan hátt, gott kröns í höfrunum

Þorskur, grillaður blaðlaukur, steikt brauð , súrur

Þorskur, grillaður blaðlaukur, steikt brauð , súrur

Þvílík veisla fyrir bragðlaukana, mikið að gerast í þessum rétti

Kolagrillað lamb, kartöflumauk, rósmarín, toppkál, ólífuolía

Kolagrillað lamb, kartöflumauk, rósmarín, toppkál, ólífuolía

Hér voru kartöflurnar soðnar í sjó og lambið grillað í margrómaða kolaofninum þeirra, minnti mig á að fara niður í fjöru

Saltkaramella, maltaður byggís, súkkulaðitrufflur

Saltkaramella, maltaður byggís, súkkulaðitrufflur

Hér er á ferðinni eitthvað fyrir súkkulaði unnandann, virkilega góður ísinn

Þökkum við þeim á Kol kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og hlökkum mikið til að kíkja til þeirra aftur.

 

/Hinrik og Matthías

Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið