Markaðurinn
Riedel glös fyrir veitingahús
Það er örugglega ekki ofsögum sagt að vínglösin frá austuríska glasaframleiðandanum Riedel séu einhver þau albestu í heimi enda unaðslegt að drekka vín úr þeim. Það eru líka til verulega flott Riedel glös fyrir veitingahús á mjög góðum verðum enda skarta í dag mörg af betri veitingahúsum á Íslandi slíkum glösum.
Það eru til 2 gerðir af veitingahúsaglösum þ.e. Riedel Restaurant þar sem til eru fjöldamargar tegundir bæði eftir þrúgum og eðli drykksins þ.e. léttvín, viskí, bjór, koníak o.s.frv. Svo er til enn ódýrari lína sem heitir Degustazione þar sem til eru 3 gerðir, fyrir hvítvín, rauðvín og freyðivín. Meðfylgjandi mynd er einmitt af þeim glösum.
Riedel er alltaf að leitast við að toppa sjálft sig og nýlega settu þau af stað nýja kokteila línu sem þau hönnuðu með hinum þekkta kokteil sérfræðingi Zane Harris en hann er m.a. þekktur fyrir kokteila eins og Dutch Kills, Maison Premiere, og Rob Roy.
Þessi nýja lína frá Riedel er á leiðinni til landsins og hlýtur að teljast hvalreki fyrir hina mörgu barþjóna sem sérhæfa sig í kokteilum.
Hér má sjá kynningarmyndband um þessu glös:
Það er Rolf Johansen & Co sem flytur inn þessi glös og frekari upplýsingar um þau veitir Birkir ( [email protected] – s: 8216705 ) Verðin koma á óvart.
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






