Freisting
Reynir hættir á Loftleiðum
|
Reynir Magnússon, yfirmatreiðslumeistari á Loftleiðum hefur sagt upp störfum og hefur ráðið sig í innkaupadeild Dreifingar.
|
Við starfi Reynis sem yfirmatreiðslumaður á Loftleiðum, tekur Kjartan Marínó Kjartansson. Kjartan starfar nú á Nordica Hótel veislueldhúsi og verður að vinna út júní þar, en Kjartan hóf samt sem áður störf í dag á Loftleiðum og verður næsta mánuð að koma sér fyrir á nýja staðnum.
JT veitingar tóku við rekstri veitingasala Hótels Loftleiða haustið 2000. JT veitingar er í eigu framreiðslumeistarana Jón Ögmundsson og Trausta Víglundsson. Báðir hafa þeir áratuga reynslu af veitingastörfum og rekstri á því sviði. Jón er framkvæmdastjóri. Hann starfaði áður sem veitingastjóri á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum, þar sem hann hefur einnig verið ráðstefnustjóri. Trausti er yfirveitingastjóri á Hótel Loftleiðum. Hann starfaði um áratugaskeið á Hótel Sögu, m.a. sem veitingastjóri.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí