Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Reisa veitingastað á súlum við Vestmannaeyjahöfn

Birting:

þann

Reisa veitingastað á súlum við Vestmannaeyjahöfn

Húsið verður reist á landfyllingu og svo verður stór viðarpallur í kringum það og hann mun hvíla á stólpum sem eru nú þegar komnir niður

, segir Hilmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari.

Hann og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem selur ferðir með slöngubátum sem er siglt umhverfis Vestmannaeyjar, hafa sótt um byggingarleyfi fyrir veitinga- og þjónustuhúsi sem á að rísa á lóð fyrirtækisins í Vestmannaeyjahöfn.

Okkur langar að mynda smá stemningu niðri á bryggju og við horfum til þess hvernig mál hafa þróast á Húsavík, Siglufirði og í Reykjavík þar sem veitingastaðir og ferðaþjónusta blómstra við höfnina. Okkar hugmynd er sú að húsið verði eins og veiðikrárnar í Eyjum voru í gamla daga en þær voru byggðar á pöllum og voru staðsettar á þessum slóðum

, segir Hilmar og bætir við að  húsið verði um 170 fermetrar að grunnfleti.

Ef byggingarleyfið verður samþykkt þá verður húsið líklega tilbúið á vormánuðum 2015. Við höfum hingað til ekki verið með neitt almennilegt húsnæði undir okkar starfsemi en við erum með lítinn gám niðri á bryggju þar sem viðskiptavinir okkar geta klætt sig í björgunarvesti og annan klæðnað. Það verður því gott að fá húsnæði þar sem þeir geta sest niður og fengið sér kaffi og aðrar veitingar.

Spurður hvort fyrirtækið ætli í frekari fjárfestingar segir Hilmar að hann og aðrir eigendur þess ætli að láta framkvæmdina vegna veitinga- og þjónustuhússins duga að sinni.

Við ætlum ekki að kaupa fleiri báta í bili. Við byrjuðum með einn bát fyrir fjórum árum og erum búnir að vera með tvo báta í um þrjú ár. En það var minna um ferðir í sumar en árið áður því veðrið var eins og allir vita frekar slæmt. Svo vorum við stoppaðir í vor þegar Samgöngustofa stöðvaði allar okkar ferðir þar sem farþegar voru ekki í svokölluðum neyðarbjörgunarbúningum

, segir Hilmar og undirstrikar að allir viðskiptavinir fyrirtækisins klæðist flotgöllum og björgunarvestum.

En það var bakkað með það og það mál er nú komið í góðan farveg.   Annað atriði sem gerði reksturinn erfiðari var að við höfum einungis heimild frá Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega en bátarnir geta borið tuttugu. Af þeim sökum þurfum við að fara fleiri ferðir til að anna eftirspurn. Það mál er allt í ferli og við viljum ekki afskrifa það að við fáum að fara með fleiri farþega í hverri ferð

segir Hilmar að lokum.

 

Greint frá á eyjar.net.

Mynd: eyjar.net

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar