Vertu memm

Íslandsmót barþjóna

RCW undanúrslit – Vídeó og myndir

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend

Undankeppni í Íslandsmóti barþjóna og vinnustaða keppni fór fram í Gamla Bíó og öttu þar kappi 37 barþjónar og sýndu uppá hvað þeir hafa fram á að færa í gerð sætra kokteila. Keppendur fengu 15 mínútur til að gera skreytinguna á drykkinn og svo 7 mínútur til að hrista drykkinn saman og dómnefnd fer eftir er bragð, útlit, angan og heildaráhrif drykkjarins í kokkteilinum.

Vídeó frá undankeppninni:

Úrslit urðu eftirfarandi og hafa unnið sér inn rétt til þáttöku í úrslitinum á sunnudagskvöldið n.k. (raðað eftir stafrófsröð):

5 manna úrslit í RCW:

 • Brooklyn bar
 • Kjallarinn
 • Le bistro
 • Sushi samba
 • Uno

5 manna úrslit Vinnustaðakeppni:

 • Arnar Geir Bjarkasson, Kaffi París
 • Brunó Falcó, Kjallarinn
 • Guðjón Sigurður Hermannson, Kaffi París
 • Hlynur Björsson, Kol restaurant
 • Kári Sigurðsson, Apótek

5 manna úrslit Íslandsmóti barþjóna:

 • Árni Gunnarsson, Gullöldin
 • Elna María Tómasdóttir, Hilton
 • Guðmundur Sigtryggsson, Hilton
 • Leó Ólafsson, Kol Restaurant
 • Stefán Ingi Guðmundsson, Steikhúsið

Gleðin heldur áfram og er fjöldinn allur af flottum viðburðum á helstu veitinga og skemmtistöðum landsins og í dag laugardaginn 7. febrúar er á dagskrá svokallað Master Class á Hótel Plaza frá kl 14, þar gefst gestum kostur á að drekka í sig visku og fróðleik frá nokkrum af fremstu vínsérfræðingum í heiminum, jafn erlendum sem innlendum.

Dagskrá í heild sinni er hægt að skoða með því að pdf_icon smella hér.

Meðfylgjandi myndir eru frá þegar dómnefndir fóru á milli staða og dæmdu þá drykki sem í boði eru á stöðunum 30 sem taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend og eins í undanúrslitinum.

Dómnefndir fóru á milli staða

 

Undankeppnin:

 

Myndir: bar.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið