Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Pylsusala gefur vel af sér

Birting:

þann

Pylsuvagninn á Selfossi | Mynd: Sverrir/veitingageirinn.is

Pylsuvagninn á Selfossi | Mynd: Sverrir/veitingageirinn.is

Rekstur Pylsuvagnsins á Selfossi var rekinn með 6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.

Pylsuvagninn var einnig rekinn með hagnaði árið 2011 en þá skilaði reksturinn 8,2 milljónum í hagnað. Samkvæmt ársreikningi ársins 2012 var ákveðið að greiða 5,5 milljónir út í arð vegna rekstrarársins 2011. Það er Ingunn Guðmundsdóttir sem er eigandi Pylsuvagnsins en hún tók við vagninum sumarið 1984 en þá stóð vagninn örlítið nær Ölfusá en nú er.

Eignir félagsins nema samtals 35 milljónum króna, þar af eru bankainnstæður um 17 milljónir og er pylsuvagninn sjálfur metinn á um 13 milljónir. Eigið fé félagsins nemur alls um 27,3 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins vb.is.

 

/Sverrir

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið