Sverrir Halldórsson
Public House íslenskt hráefni með japönsku tvisti | Veitingarýni
Þetta er þriðji staðurinn sem þeir Gunnsteinn og Eyþór Mar er í fremstu viglínu við sköpun á, en áður opnuðu þeir Uno ásamt Bento á tapas barnum og slógu strax í gegn, svo var komið að Sushi Samba sem sömu aðilar sköpuðu og ekki slegin feilnóta og staðurinn strax vinsæll.
Nú er maður á leiðinni á nýjasta afkvæmi þeirra Gunnsteini og Eyþór sem fengið hefur nafnið Public house með ritstjóranum og ætlum að sjá, smakka og upplifa vonandi þriðju sprengju þeirra í matarheimi borgarinnar og fer hér að neðan lýsing á þeirri upplifun.
Okkur var vísað til sætis og sögðum við þjóninum að eldhúsið réði ferðinni, svo kom drykkir á kantinn og við klárir í bátana.
Eftirfarandi réttir komu:

DUMPLINGS
Steiktir HUMAR DUMPLINGS með shiso │ Shiso ponzu │ Siracha mayo.
Fried LANGOUSTINE DUMPLINGS with shiso │ Shiso ponzu │ Siracha mayo.
Flottur réttur, en rauða sósan var svo sterk að eftir að hún var komin í munnholið fannst ekkert annað bragð og var tekin smápása meðan mesti loginn fjaraði út, mikil synd.

DUCK TALES.
Crispy ANDARSALAT með jarðskokkum │ Vatnsmelóna │ Vatnakarsi│ Hnetu soya.
Crispy DUCK SALAD with jerusalem artichokes │ Watermelon │ Watercress│ Nut soy SHORT.
Vá hvað þetta var gott, alvöru soya bragð, frábær eldun á öndinni, mögnuð hugsun á bak við þennan rétt.

„FAUX PIZZA“.
Japönsk gyoza PIZZA með GEITAOSTI │ Rauðbeður │ Fíkjusulta │ Pico de gallo │ Trufflu ponzu.
Japanese gyoza PIZZA with GOAT CHEESE │ Beet root │ Fig jam │ Pico de gallo │ Truffle ponzu.
Besta pizza sem ég hef nokkurn tíma smakkað

I‘M TRAPPED.
Hægeldaður LAMBASKANKI í ástarpungi | Apríkósusulta.
Slow cooked LAMB SHANK in an Icelandic doughnut „Ástarpungur“ │ Apricot.

I‘M TRAPPED.
Hægeldaður LAMBASKANKI í ástarpungi | Apríkósusulta.
Slow cooked LAMB SHANK in an Icelandic doughnut „Ástarpungur“ │ Apricot.
Jamný útfærsla á gömlum rétti og þvílík útkoma, manni setti hljóðan.

SMOKE & A PANCAKE.
Tereykt ANDARLÆRI í pönnuköku │ Engifer hollandaise │ Avókadó.
Tea smoked DUCK THIGH in a pancake │ Ginger hollandaise │ Avocado.
Þarna var chillibragð til vandræða, hefði mátt vera meiri sýra í sósunni annars smart útfærsla.

LOL.
Grafinn LUNDI með lakkrís │ Kirsuber │ Gráðaostasósa.
Cured PUFFIN with liqourice │ Cherries │ Blue cheese sauce.
Að fá þá hugmynd að blanda þessu bragði saman, sýnir hversu fagleg vinnan er á bak við sköpunina, geggjað.

SENBEI.
Timianreykt BLEIKJA á senbei kexi │ Dill mayo │ Chimichurri.
Thyme smoked ARCTIC CHARR on a senbei cracker │ Dill mayo │ Chimichurri.
Mildur og mjög bragðgóður réttur.

STEAMED BUN.
Hægelduð GRÍSASÍÐA í gufusoðnu brauði │ Sæt hnetu soya │ Grænn chili │ Pickles.
Slow cooked PORK BELLY in a steamed bun │ Sweet nut soy │ Green chili │ Pickles.
Réttur sem sigrar mann á fyrsta bita og verður bara betri og betri.

TATAKI.
HREINDÝRATATAKI með íslenskum gráðaosti │ Reyktur sýrður rjómi │ Amazu ponzu.
REINDEER TATAKI with Icelandic blue cheese │ Smoked sour cream │ Amazu ponzu.
Alveg magnað, samspil á bragði er hávísindalegt og gott eftir því.
Eins og þið hafið lesið nú þegar, þá gerðu þeir hið ómögulega komu með nýjan stað, með nýrri nálgun á hráefni og bragði og slógu strax í gegn, ég vildi að ég gæti þetta.
Þetta verður sennilega ein af okkar minnisstæðustu máltíðum sem fara um munnholið í okkar, við vorum gjörsamlega orðlausir yfir matnum og getum ekki annað en óskað þeim til hamingju með nýja afkvæmið.
Myndir: Smári

-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni2 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt4 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan