Markaðurinn
Páskalamb Kjarnafæðis að hætti Garðars Kára – Myndband
Við fengum Garðar Kára Garðarsson matreiðslumeistara og kokk ársins 2018 til að setja saman einfalda og góða uppskrift að páskalærinu í ár.
Fyrir 6-8 manns
Hráefni:
Íslenskt heiðalæri frá Kjarnafæði
2 matskeiðar smjör
3 rósmaríngreinar
3 tímíangreinar
Einiber
25 stk litlar kartöflur
½ hvítlaukur
Ólífuolía
12 stk íslenskar gulrætur
3 matskeiðar hunang
1 ½ matskeið balsamic edik
Sjávarsalt
1 stk lambakraftur
1 stk villisveppaostur eða hvítlauksostur
500 g rjómi
Aðferð:
Stillið ofninn í 100°C. Setjið smjör í botninn á ofnskúffu/eldföstu móti ásamt rósmarín, timían og smá einiber. Það er auðvitað valbundið en ýtir sannarlega undir villtu kryddblönduna sem lærið er marinerað í. Lærið er eldað í ca 2,5 klst á 100°C eða þangað til að kjarnhitinn er kominn upp í 60°C. Síðan er ofninn stilltur á 220°C á grill stillingu í 15 mínútur og lærið klárað þannig í lokin. Mikilvægt að láta lærið hvíla í að minnsta kosti 10-15 mínútur eftir eldun áður en það er skorið niður.
Hunangsgljáðar gulrætur:
12 stk íslenskar gulrætur flysjaðar. Blandið saman 3 matskeiðum af hunangi saman við 1 ½ matskeið af balsamic edik/balsamic glace. 1 matskeið ólífuolía og smá salt. Berið á gulræturnar.
Bakaðar kartöflur með hvítlauk og timían:
25 stk litlar kartöflur. Skerið niður hálfan hvítlauk ásamt 3 greinum af timían. Ólífuolía og salt. Blandið öllu saman.
Villisveppa/Hvítlauks sósa:
1 stk villisveppaostur eða hvítlauksostur
500 g rjómi
1 teningur af lambakrafti
Soðið af lambinu eftir eldun.
Borið fram með fersku salati.
Bon appétit!

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars