Vertu memm

Markaðurinn

Páskalamb Kjarnafæðis að hætti Garðars Kára – Myndband

Birting:

þann

Páskalamb Kjarnafæðis að hætti Garðars Kára

Garðar Kár Garðarsson

Við fengum Garðar Kára Garðarsson matreiðslumeistara og kokk ársins 2018 til að setja saman einfalda og góða uppskrift að páskalærinu í ár.

Fyrir 6-8 manns

Hráefni:
Íslenskt heiðalæri frá Kjarnafæði
2 matskeiðar smjör
3 rósmaríngreinar
3 tímíangreinar
Einiber
25 stk litlar kartöflur
½ hvítlaukur
Ólífuolía
12 stk íslenskar gulrætur
3 matskeiðar hunang
1 ½ matskeið balsamic edik
Sjávarsalt
1 stk lambakraftur
1 stk villisveppaostur eða hvítlauksostur
500 g rjómi

Aðferð:
Stillið ofninn í 100°C. Setjið smjör í botninn á ofnskúffu/eldföstu móti ásamt rósmarín, timían og smá einiber. Það er auðvitað valbundið en ýtir sannarlega undir villtu kryddblönduna sem lærið er marinerað í. Lærið er eldað í ca 2,5 klst á 100°C eða þangað til að kjarnhitinn er kominn upp í 60°C. Síðan er ofninn stilltur á 220°C á grill stillingu í 15 mínútur og lærið klárað þannig í lokin. Mikilvægt að láta lærið hvíla í að minnsta kosti 10-15 mínútur eftir eldun áður en það er skorið niður.

Hunangsgljáðar gulrætur:
12 stk íslenskar gulrætur flysjaðar. Blandið saman 3 matskeiðum af hunangi saman við 1 ½ matskeið af balsamic edik/balsamic glace. 1 matskeið ólífuolía og smá salt. Berið á gulræturnar.

Bakaðar kartöflur með hvítlauk og timían:
25 stk litlar kartöflur. Skerið niður hálfan hvítlauk ásamt 3 greinum af timían. Ólífuolía og salt. Blandið öllu saman.

Villisveppa/Hvítlauks sósa:
1 stk villisveppaostur eða hvítlauksostur
500 g rjómi
1 teningur af lambakrafti
Soðið af lambinu eftir eldun.

Borið fram með fersku salati.

Bon appétit!

www.kjarnafaedi.is

 

Páskalamb Kjarnafæðis að hætti Garðars Kára

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið