Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pallurinn á Húsavík kominn á fullt | Sniðugt konsept í sumar
Pallurinn á Húsavík kominn á fullt | Sniðugt konsept í sumar
Veitingastaðurinn Pallurinn opnaði í fyrra 1. júní 2012 á þaki björgunarsveitarhússins á Húsavík. Einungis er um sumarævintýri að ræða enda veitingarýmið í tjaldi. Það er matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson sem á heiðurinn að Pallinum ásamt hans ógnarfríða föruneyti sem þykir með skemmtilegra fólki norðan Alpafjalla.
Nú er Pallurinn kominn á fullt og býður upp á skemmtilegt konsept í sumar, en kokkarnir á Borginni ætla að taka þátt í ævintýrinu og verður sumrinu skipt niður, þ.e. hver kokkur fær eina viku á Pallinum þar sem hver og einn kemur með sína sérhönnuðu rétti sem verða eingöngu í boði þá vikuna. Það eru þá tólf kokkar sem berjast um titilinn Pallameistarinn 2013 og í lok sumars verður vinningshafinn krýndur.
Kokkur vikunnar núna er Aníta Ösp Ingólfsdóttir sem ættuð er frá Sauðárkróki. Aníta kemur til með að bjóða upp á þunnskorið nautafile, léttsteikt með soya, lime og chili sósu í forrétt og í aðalrétt er kjúklingalæri í sítrónu, basil og chili marineringu með appelsínusósu, sætum kartöflum og mangó salsa og þetta kostar aðeins 3200, gera aðrir betur.
Ferskur og spennandi matseðill verður í sumar.
Myndir af facebook síðu Pallsins.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps