29nóv13:0020:00Götubitinn fagnar aðventunni í JóladalnumEftir
Jóladalurinn í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum föstudaga til sunnudaga alla aðventuna! Garðurinn breytist í sannkallað ævintýraland með jólaljósum, tónlist og notalegri stemningu fyrir alla fjölskylduna. Það sem er í boði: Matarvagnar: Pizza Truck, Don’s
Jóladalurinn í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum föstudaga til sunnudaga alla aðventuna!
Garðurinn breytist í sannkallað ævintýraland með jólaljósum, tónlist og notalegri stemningu fyrir alla fjölskylduna.
Það sem er í boði:
Matarvagnar: Pizza Truck, Don’s Donuts, Fish and Chips Vagninn, La Buena Vida, Vöffluvagninn og Lángos (birt með fyrirvara um breytingar).
Jóla pop-up við Skálann: Heitt kakó, jólaglögg, jólabjór og margt fleira.
Jólaljós og tónlist: Garðurinn er skreyttur hátt og lágt, og jólalög óma um svæðið og skapa einstaka stemningu.
Afþreying: Hringekjan verður opin sem og leiksvæðið og ef veður leyfir verður glæsilegt skautasvell sett upp við Hringekjuna. Að auki verða ýmsir “pop up” viðburðir.
Opnunartími:
Fös: 17.00 – 20.00
Lau: 13.00 – 20.00
Sun: 13.00 – 20.00 (matarvagnar loka kl 18.00)
Opnunarhelgin er 29.nov – 1.des (svo opið allar helgar fram að jólum)
Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn (frítt inn milli kl 17.00 – 20.00)
Gleðilegan jólabita!
Meira
29.11.2024 13:00 - 20:00(GMT+00:00)
30nóv11:0017:00Jólamarkaðurinn SamanEftir
Jólamarkaðurinn Saman, matar-, og menningarmarkaðurinn fer fram í porti Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsinu, laugardaginn 30. nóvember þar sem íslenskar afurðir fá meðal annars að njóta sín til fulls. Viðburðurinn stendur yfir
Jólamarkaðurinn Saman, matar-, og menningarmarkaðurinn fer fram í porti Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsinu, laugardaginn 30. nóvember þar sem íslenskar afurðir fá meðal annars að njóta sín til fulls.
Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 11:00 til 17:00.
Sjá nánar á facebook síðu viðburðarins hér.
30.11.2024 11:00 - 17:00(GMT+00:00)
05desAllan daginnJólabolla BCI 2024Eftir
Jólabolla BCI Barþjónaklúbbs Íslands er fyrirhuguð 5. desember (ekki komin staðsetning). Nánari upplýsingar síðar. Sjá einnig: Reykjavík Cocktails sigraði í Jólabollu Barþjónaklúbbsins – 231 þúsund safnast fyrir Mæðrastyrksnefnd
Jólabolla BCI Barþjónaklúbbs Íslands er fyrirhuguð 5. desember (ekki komin staðsetning). Nánari upplýsingar síðar.
05.12.2024 Allan daginn(GMT+00:00)
06des18:0022:00Hátíðleg villibráðarveisla á NielsenEftir
Hátíðleg villibráðarveisla á Nielsen föstudaginn 6. desember 2024 Gestakokkur er enginn annar en Bjarni Haraldsson sem hefur gert garðinn frægan með sínum margrómuðu villibráðakvöldum. Þeir félagar Kári og Bjarni
Hátíðleg villibráðarveisla á Nielsen föstudaginn 6. desember 2024
Gestakokkur er enginn annar en Bjarni Haraldsson sem hefur gert garðinn frægan með sínum margrómuðu villibráðakvöldum.
Þeir félagar Kári og Bjarni töfra fram gómsætan jólaseðil með öllu því besta sem Austurlandið hefur uppá að bjóða, viðllibráð og fleira með hátíðlegu ívafi.
13.900kr á mann
Borðapantanir á www.nielsenrestaurant.is
Meira
06.12.2024 18:00 - 22:00(GMT+00:00)
06des19:5223:00PopUp jólahlaðborð á GarðaholtiEftir
Brasserie Kársnes er með POP- UP jólahlaðborð á Garðaholti ásamt skemmtun. Innifalið er fordrykkur við komu, Atli Þór Albertsson sér um veislustjórn, frábært jólahlaðborð að hætti Brasserie Kársnes og ball til
Brasserie Kársnes er með POP- UP jólahlaðborð á Garðaholti ásamt skemmtun.
Innifalið er fordrykkur við komu, Atli Þór Albertsson sér um veislustjórn, frábært jólahlaðborð að hætti Brasserie Kársnes og ball til 02:00 fyrir þá sem vilja skemmta sér frameftir.
Mælum með því að hafa hraðar hendur því það er margt að verða uppselt, eins og sjá má á eftirfarandi dögum:
23. nóvember: Uppselt
6. desember: Nokkur borð laus
7. desember: Uppselt
13. desember: örfá sæti laus
14. desember: Uppselt
Fyrir bókanir: [email protected]
Meira
06.12.2024 19:52 - 23:00(GMT+00:00)
07des19:0022:00Jólaveisla Flóru og HannesarholtsEftir
Meistarakokkarnir Sindri og Sigurjón í Flóru veisluþjónustu töfra fram dýrindis jólakvöldverð í Hannesarholti 7. desember. Húsið opnar kl. 18:00 og matur er borinn fram kl. 19:00. Veislan verður á fyrstu
Meistarakokkarnir Sindri og Sigurjón í Flóru veisluþjónustu töfra fram dýrindis jólakvöldverð í Hannesarholti 7. desember. Húsið opnar kl. 18:00 og matur er borinn fram kl. 19:00. Veislan verður á fyrstu hæð í Hannesarholti. Hægt er að velja um kjötveislu og veganveislu. Einnig er hægt að panta vínpörun með matnum eða áfengislausa drykkjarpörun.
Ath. ef það eru einhver ofnæmi vinsamlegast tilkynnið þau tímalega í tölvupósti [email protected]
Réttir til að deila
Sveppa og rjúpuvillibráðarsúpa með lakkrísfroðu
Íslensk gæsalifrarmús með kirsuberjagel og villisveppasósa
Reyktur Lax, pönnukaka, wasabi-rjómi og granatepli
Eggjabrauð með feyki ostakremi, Parmaskinka og truffluhunang
Forréttur
Hægelduð bleikja með sellerírótarremúlaði, kryddjurtakrem, perlulaukur og piparrót
Aðalréttur
Nautalund með kartöfluköku ásamt sveppaduxell, gulrótum, pickluðum lauk, róstaðar möndlur og kryddgljáa
Eftirréttur
Risa ala mande með krisuberjasósu, kirsuberjasorbet og möndlupralín
Réttir til að deila
Heitar aspastartalettur
Sellerírótarmús með kirsuberjagel og villisveppasósa
Reyktar gulrætur , pönnukaka, wasabi-rjómi og granatepli
Stökkt brauð með kryddjurtakremi, Rauðbeður og truffluhunang
Forréttur
Grasker með sellerírótarremúlaði, kryddjurtakrem, perlulauk og piparrót
Aðalréttur
Vegan wellington með kartöfluköku með sveppaduxell, gulrótum, pickluðum lauk, róstaðar möndlur og sveppasósu
Eftirréttur
Risa ala mande með krisuberjasósu, kirsuberjasorbet og möndlupralín
Meira
07.12.2024 19:00 - 22:00(GMT+00:00)
14desAllan daginn15Jólamatarmarkaður Íslands í HörpuEftir
Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu helgina 14. – 15. desember. Opið frá kl. 11 til kl. 17 báða daga. Öll velkomin. Aðgangur ókeypis. Mynd: Helga Björnsdóttir
Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu helgina 14. – 15. desember. Opið frá kl. 11 til kl. 17 báða daga. Öll velkomin. Aðgangur ókeypis.
Mynd: Helga Björnsdóttir
14.12.2024 - 15.12.2024 (Allan daginn)(GMT+00:00)
11jan18:0023:00Galadinner KM 11. janúar 2025Eftir
Hátíðarkvöldverður Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldinn 11. janúar 2025 og verður haldinn að þessu sinni í Hörpu. Þessi viðburður hefur verið haldinn árlega síðan 1988, fyrir utan tvö ár sem allir
Hátíðarkvöldverður Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldinn 11. janúar 2025 og verður haldinn að þessu sinni í Hörpu. Þessi viðburður hefur verið haldinn árlega síðan 1988, fyrir utan tvö ár sem allir þekkja (Covid tímabilið), hefur frá upphafi verið fastur punktur í skemmtanahaldi landans.
Hátíðarkvöldverðurinn er aðalfjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara þar sem bestu matreiðslumenn landsins taka höndum saman og framreiða margrétta hátíðarmatseðil ásamt sérvöldum eðalvínum.
Allur ágóði kvöldsins rennur til starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara, þannig verður klúbbnum kleift að efla matargerðarlist og styðja framgöngu klúbbfélaga bæði hér heima og erlendis með rekstri Kokkalandsliðsins og keppninnar um Kokk ársins. Næsta stóra mót Kokkalandsliðsins er heimsmeistaramót sem haldið verður í Lúxemborg 2026.
Þetta er einstakt tækifæri til þess að njóta kvöldverðar á heimsmælikvarða þar sem úrvalslið matreiðslumanna leika við hvern sinn fingur.
Eftirspurn hefur verið mikil og fyrir áhugasama er hvatt til að tryggja sér miða sem allra fyrst. Miðaverð er 75.000 kr. og rennur allur ágóði kvöldsins til Kokkalandsliðsins.
Yfirmatreiðslumaður kvöldsins er Arnar Darri Bjarnason.
Fordrykkur hefst kl. 18.00 í Hörpu
Hafið í huga að samkvæmisklæðnaður er áskilinn; síðkjólar og smóking.
Meðfylgjandi myndir tók Mummi Lú sem sýna frá Hátíðarkvöldverði KM í janúar 2024.
Meira
11.01.2025 18:00 - 23:00(GMT+00:00)
24jan20:0000:00Kópavogsblótið 2025Eftir
Kópavogsblótið hefur fest sig í sessi sem stærsta og glæsilegasta þorrablót landsins. Þorrablót sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Tryggið ykkur miða og blótum saman þorra á sjálfan bóndadaginn
Kópavogsblótið hefur fest sig í sessi sem stærsta og glæsilegasta þorrablót landsins. Þorrablót sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Tryggið ykkur miða og blótum saman þorra á sjálfan bóndadaginn 2025.
Matur frá kónginum í Múlakaffi og frábærir skemmtikraftar.
Þorrablótið er haldið í Kórnum í Kópavogi 24. jan. 2025 – fös. og hefst klukkan 20:00.
17.900 kr.
Miðapantanir á tix.is. Jafnframt er hægt að kaupa miða bara á ballið.
24.01.2025 20:00 - 00:00(GMT+00:00)
26janAllan daginn27Sindri Guðbrandur keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or 2025Eftir
Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or sem haldin verður dagana 26. og 27. janúar 2025 í Lyon í Frakklandi. Sindri keppir 27. janúar og er í
Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or sem haldin verður dagana 26. og 27. janúar 2025 í Lyon í Frakklandi. Sindri keppir 27. janúar og er í sjötta eldhúsi í keppninni.
Mynd: Mummi Lú
26.01.2025 - 27.01.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
28janAllan daginnBarlady keppnin fyrir konur og kvárEftir
Barlady keppnin fyrir konur og kvár í veitingageiranum er svo fyrirhuguð 28. janúar 2025 þar sem sigurvegarinn fer til Havana á Kúbu og keppir í alþjóða Barlady keppninni. Mynd: Barþjónaklúbbur Íslands
Barlady keppnin fyrir konur og kvár í veitingageiranum er svo fyrirhuguð 28. janúar 2025 þar sem sigurvegarinn fer til Havana á Kúbu og keppir í alþjóða Barlady keppninni.
Mynd: Barþjónaklúbbur Íslands
28.01.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
01feb18:3000:00Þorrablót á Hlíðarenda - 2025Eftir
Þorrablót Miðbæjar & Hlíða fer fram laugardaginn 1.febrúar 2025 í N1 höllinni Hlíðarenda. Húsið opnar kl.18.30 og lokar fyrir matargesti kl.20.00. Borðhald og skemmtidagskrá hefst kl.20.15. Húsið opnar aftur fyrir ballgesti
Þorrablót Miðbæjar & Hlíða fer fram laugardaginn 1.febrúar 2025 í N1 höllinni Hlíðarenda.
Húsið opnar kl.18.30 og lokar fyrir matargesti kl.20.00. Borðhald og skemmtidagskrá hefst kl.20.15. Húsið opnar aftur fyrir ballgesti kl.22.30.
Múlakaffi mun bjóða upp á Þorraveislu ásamt ljúffengum veislumat og vegan réttum.
Friðrik Ómar og Jógvan Hansen koma salnum í rífandi stemningu yfir borðhaldi. Diljá Pétursdóttir og Stuðlabandið trylla síðan dansgólfið fram eftir nóttu.
Salurinn verður með 10 manna hringborðum og eru flest borð seld í heilu lagi. Hægt er að kaupa staka miða á samsett borð. Jafnframt er hægt að kaupa miða bara á ballið sem hefst kl. 22.30.
Miðasala á tix.is
Meira
01.02.2025 18:30 - 00:00(GMT+00:00)
13marAllan daginn15Íslandsmót iðn- og verkgreina 2025Eftir
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyna á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Greinarnar eru: bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn.
Sigur á Íslandsmótinu getur gefið möguleika á að keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Herning í Danmörku í september 2025.
Allar keppnisgreinarnar 19 sýna einnig og kynna sig fyrir gestum. Á Minni framtíð sýna að auki 18 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þær sýningargreinar sem um ræðir eru: hljóðtækni, kvikmyndatækni, ljósmyndun, matreiðsla, framreiðsla, bakstur, konditor, kjötiðn, blikksmíði, megatronics, rennismíði, vélvirkjun, blómaskreytingar, garð-og skógarplöntuframleiðsla, ræktun matjurta, jarðvirkjun, búfræði og sjúkraliðun.
24 framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt en von er á rúmlega 9000 nemendum 9. og 10. bekkja á viðburðinn. Skólarnir eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landbúnarháskóli Íslands, Lýðskólinn á Flateyri, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Verzlunarskóli Íslands.
Hefð er fyrir því að menntastofnanir, samtök ungs fólks og fyrirtæki sem styðja við nám ungs fólks kynni starfsemi sína. Þær menntastofnanir, samtök og fyrirtæki sem hafa nú þegar skráð sig til leiks eru:
Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðnú, RAFMENNT, Sindri, RSÍ-ung, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Rannís kynnir Erasmus+ styrki og möguleika á námi erlendis og Fjölbrautskólinn í Breiðholti kynnir sérstaklega Fab Lab smiðjuna sem er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts en markmið Fab Lab er að efla tæknilæsi og nýsköpun í samfélaginu.
Þungamiðja viðburðarins er alltaf kynning á iðn- og verknámi á Íslandi en nú verður sérstök áhersla lögð á kynningu á STEAM-greinum sem eru vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Segja má að þessar greinar tengi sterkt saman iðn- og tækninám og bóklegar greinar. Þessi kynning verður í tengslum við kynningu á námi á Minni framtíð til grunnskólanema.
Nánar á namogstorf.is
Meðfylgjandi mynd tók Sigurjón Bragi Geirsson
Meira
13.03.2025 - 15.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
29marAllan daginnKokkur ársins 2025Eftir
Keppnin Kokkur ársins verður haldin í IKEA 29. mars 2025. Fréttayfirlit hér.
Keppnin Kokkur ársins verður haldin í IKEA 29. mars 2025.
29.03.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
30marAllan daginn31Heimsmeistarakeppni í kjötskurðiEftir
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31.
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31. mars.
Keppnirnar verða haldnar þar sem Ólympíuleikarnir fóru fram og verður í einni af höllunum sem notaðar voru á Ólympíuleikunum.
Íslenska landslið kjötiðnaðarmanna keppir fyrir Íslands hönd.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í hverju liði eru 6 keppendur og á hvert lið að úrbeina 1/2 naut, 1/2 svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga og setja upp glæsilegt hlaðborð með öllum vörunum á 3 klst. 15 mín.
Dómarar mega spyrja alla meðlimi í landsliðinu spurningar á meðan keppnin stendur yfir, t.a.m. er auðvelt að elda vörurnar, hvaða eldunaraðferðir og eldunartímar eru fyrir vörurnar o.fl.
Það eru 15 lönd sem taka þátt á næsta ári, sem eru : Ástralía, Belgía, Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland (ríkjandi heimsmeistari), Bretland, Ísland, Írland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal, Rúmenía, Spánn og Bandaríkin.
Hráefnið sem að íslenska liðið notar í keppnina er að mestu leyti frá Frakklandi.
Meðlimir í landsliðinu eru:
Jón Gísli Jónsson – Kjötkompaní og fyrirliði.
Dominik Przybyla – Esja gæðafæði.
Guðmundur Bílddal – Esja gæðafæði.
Davíð Clausen Pétursson – Ferskar kjötvörur.
Hermann S. Björgvinsson – Ali matvörur
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar – BG kjötafurðir
Meira
30.03.2025 - 31.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans
Starfsfólk í veitingabransanum
Veitingageirinn (Lokuð grúppa, aðeins fyrir fagmenn í veitingabransanum)
Ertu ekki að fá inngöngu en uppfyllir öll skilyrði? Sendu þá á okkur línu til staðfestingar.