Viðtöl, örfréttir & frumraun
Óteljandi bragðtegundir
Fjölskyldan að Holtseli í Eyjafirði framleiðir sælkeraís með alls konar bragði og annar ekki eftirspurn.
„Við rákum augun í auglýsingu frá hollenskum aðilum þar sem boðið var upp á aðferð til að auka nýtingu á mjólkurafurðum. Við sendum tölvupóst til að kanna málið og vorum komin til Hollands viku síðar,“ segir
Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi að Holtseli í Eyjafirði, sem framleiðir sælkeraís sem nefnist Holtselshnoss ásamt konu sinni, Guðrúnu Egilsdóttur, og dótturinni Örnu Mjöll. Að sögn Guðmundar tók undirbúningsferlið um tvö ár og segir hann að yfirvöld á Íslandi hafi verið lengi að taka við sér þegar leitað var eftir leyfi.
„Það má segja að við höfum brotið ísinn í bókstaflegri merkingu þegar við hófum framleiðslu,“ segir Guðmundur en Holtsel er eina mjólkurbúið á Íslandi sem framleiðir ís af þessu tagi. Á bænum eru í dag sextíu kýr ásamt slatta af hænum eins og Guðmundur orðar það og nú hefur ísgerðin skapað tvö ný störf. “Holtsel notar eigin afurðir í ísinn bæði mjólk og egg en það fara um sextíu eggjarauður í níu lítra af ís og hámarksafköst á dag eru 150-170 lítrar,“ segir Guðmundur en hann er aðeins hálftíma að búa til ísinn.
Á höfuðborgarsvæðinu fæst ísinn aðeins í Nóatúni en fyrir norðan er hægt að nálgast hann í Holtseli þar sem einnig er rekið kaffihús á sumrin, hjá sælkerabúð Friðriks V og í Heilsuhorninu.
“Við hættum að anna eftirspurn eftir fyrstu vikuna og ég held að við séum eini birgirinn þar sem Nóatún þarf að vera á biðlista,“ útskýrir Guðmundur hlæjandi og bætir við að Nótaún bjóði upp á sex bragðtegundir af Holtselshnossinu.
Við getum framleitt 30-50 tegundir, allt eftir hvernig liggur á okkur. Þar á meðal er skyrís með íslenskum bláberjum í samstarfi við KEA. Sá er öskrandi fjólublár og án allra litarefna. Hins vegar fæst hann aðeins þegar berjavertíðin stendur yfir,“ útskýrir Guðmundur og segir hverfandi litla notkun á rotvarnarefnum í ísnum.
Ásamt venjulegum ís býður Holtsel einnig upp á ís fyrir sykursjúka og tekur við sérpöntunum. “Við höfum verið að gera Grand Marnier-ís og jafnvel tekið á móti fólki sem velur ís úr litaflórunni okkar fyrir brúðkaupið sem er þá í stíl við skreytingarnar,“ segir Guðmundur og nefnir eina tegund sem þykir æði sérstök. “Lakkrísísinn fer misjafnlega í fólk og er kannski sá sérstakasti. Annaðhvort finnst fólki hann alveg hrikalega vondur eða mjög góður.“
Það var fréttablaðið sem greindi frá þessari skemmtilegri viðbót í matargerðarmenningu okkar Íslendinga.
Myndir: Holtsel
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið