Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnun á Veitingastaðnum Ó á Hótel Óðinsvé

Birting:

þann

Í dag eignaðist Reykjavík nýjan veitingastað, er hann staðsettur á Hótel Óðinsvéum þar sem Siggi Hall var og var Pósturinn, æ fyrirgefið Freisting.is á svæðinu að sjálfsögðu.  Salurinn hefur verið tekinn all hraustlega í gegn og er maður gengur inn um nýjan inngang beint úr andyrinu kemur maður beint inn á barinn og sér yfir salinn, mín fyrstu viðbrögð voru Já, Klassi, Róandi, en litasamsetningin hefur heppnast alveg einstaklega vel,  sjón er sögu ríkari.

Yfirþjónn er Ágúst Guðmundsson og Yfirmatreiðslumaður er Eyþór Rúnarsson meðlimur Landsliði Matreiðslumanna og er hann heimavanur, en hann hefur alið manninn síðustu 5 árin í húsinu.  En nú kveður við annan tón í matnum, nýr stíll og nýir straumar og er óhætt að hrósa þessm ungu kokkum eins og Eyþóri að nota á matseðlinum annað og meira en lundir, hryggvöðva og humar, eins og var á matseðlum ekki fyrir svo mörgum árum.

Sem dæmi um rétti á matseðlinum, forréttur, Úrval úr íslensku matarkistunni ( hreindýrapaté, Ó síld, reykt bleikja, ostur með lauk og rúsínusultu), Smáréttur, Canneloni ( gljáð rifin svínarif rúlluð inn í pasta með graskersmauki ), Aðalréttir, Lúða ( steikt í smjöri og söl með gulrótum, rófum og kartöflu og lúðustöppu, grænum eplum og dill, Nautahryggvöðvi ( steiktur með hægelduðum nautarifjum, karamelluðum skalottulauk og tómatmarmelaði.

Dessert, Skyr ( með appelsínukremi, maltís, púðursykursmulningi og maltsírópi ) hljómar allt mjög girnilegt í eyrum, svo verður að koma á daginn hvort Eyþór og hans team nái að fylgja því eftir niður í maga, ég vill meina að það verði létt hjá þeim.

Ljósmyndir tók Matthías Þórarinsson | Texti: Sverrir Halldórsson

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið