Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt og huggulegt hótel opnar í Hveragerði – Mathöll, verslanir og hótel saman í eitt – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Gróðurhúsið í Hveragerði

Gróðurhúsið í Hveragerði opnaði formlega í byrjun desember í hjarta bæjarins, en þar er hótel, mathöll, verslanir og margt fleira í boði.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel.

Brynjólfur Baldursson einn af eigendum Gróðurhússins sagði söguna á bakvið hótelið í þætti gærkvöldsins. Á hótelinu eru 49 herbergi.

„Þetta er lífstílshótel, hugsunin er þannig. Þú ert að sækja einhverja hugmyndfræði og hjá okkur vildum við tengja gróðurhúsið við hótelið. Það er gróður á herbergjunum og það er pælingin að þú ert í svolítið lifandi umhverfi,“

segir Brynjólfur en á hótelinu eru verslanir, ísbúð, veitingastaðir í mathöll og margt fleira.

Á meðal veitingastaða í mathöllinni eru Pönk Fried Chicken, Wok On, Yuzu og Tacovagninn.

Myndir

Vídeó

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Myndir: facebook / Gróðurhúsið / Baldur Kristjánsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið