Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt „fine dining“ veitingahús opnar í nýuppgerðu Kjörgarðshúsi – Myndir
Nostra er nýtt veitingahús fyrir vandláta í miðborginni þar sem áhersla er lögð á ferskt, íslenskt hráefni framreitt að skandínavískum sið í bland við það besta úr franskri matargerð. Nostra er staðsettur á annarri hæð í Kjörgarði við Laugaveg 59 sem fengið hefur andlitslyftingu síðustu mánuði og er orðinn hinn glæsilegasti.
Hönnunarteymið Börk á heiðurinn af smekklegu útliti staðarins þar sem dökkblár, svartur, gylltur, bleikur og grænn eru litir í fyrirrúmi. Teyminu hefur tekist að skapa lifandi umhverfi sem breytist ef því hvernig horft er á það.
Á Nostra fá margslungnar samsetningar hráefna að njóta sín í fágaðri en líflegri framsetningu þar sem tilvísun í íslenska náttúru og hráefnissögu er áberandi. Yfirlýst markmið Nostra er að minnka matarsóun og nýta nærumhverfi og náttúru en matreiðslumenn sækja sér reglulega hráefni út í náttúruna auk þess að vera í góðu samstarfi við bændur víða um land.
Á veitingastaðnum verður gróðurrými þar sem starfsmenn Nostra munu rækta matjurtir og krydd sem nýtist í matreiðsluna. Þá býður Artson, kokteilbar Nostra, gestum upp á spennandi hanastél í þægilegu umhverfi.
Yfirmatreiðslumeistarar staðarins eru þeir Einar Björn Guðnýjarson og Carl Kristian Fredriksen. Einar er með efnilegri ungu matreiðslumönnum landsins. Hann hefur unnið víða hérlendis sem og erlendis og starfaði m.a. sem aðstoðaryfirkokkur á Dill; fyrsta Michelin-stjörnustað Íslands. Carl kemur frá Danmörku en hefur verið búsettur í New York síðastliðin fimm ár þar sem hann sá um að opna og reka tvo danska Aamanns veitingastaði. Hann hefur ennfremur starfað á hinum þekktu veitingastöðum Nimb Brasseri í Kaupmannahöfn og Estela í New York þar sem hann var yfirmatreiðslumaður.
Aðrir matreiðslumenn eru Björn Á. Hansson og Sigurður Sigurðsson. Þjónar eru Árni Kristjánsson, Tómas B. Eggertsson og Björn C. Alexandersson. Á Artson, kokteilbar Nostra eru þau Hrafnkell I. Gissurarson og Lára Kristinsdóttir sem ráða ríkjum og bjóða gestum upp á framandi og spennandi kokteila. Þessir ásamt fjölmörgu hæfileikaríku starfsfólki sem hefur gæði veitingastaðarins að leiðarljósi.
Staður sem vert er að kíkja á og láta stjana við sig.
Fylgist með Nostra á facebook hér.
Heimasíða: www.nostrarestaurant.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði