Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar í gömlu verbúðunum á Grandagarði

Birting:

þann

Nýr veitingastaður opnar nú í ágúst í gömlu verbúðunum á Grandagarði 23 sem kemur til með að heita The Coocoo´s Nest.  Eigendur eru þau Íris Ann Sigurðardóttir og maðurinn hennar, bandaríkjamaðurinn Lucas Keller en hann vann meðal annars á tveggja stjörnu Michelin staðnum Joia í Mílanó.

Þar sem Lucas er frá Kaliforníu með góða reynslu á Ítölskum mat þá verða straumar og stefna hjá Nest í matargerð frá Kaliforníu og Ítalíu.  Á daginn verður boðið upp á súpur, salat og girnilegar samlokur með heimabökuðu brauði og síðar um daginn er hægt að fá sér ítalska smárétti.  Á laugar-, og sunnudögum verður hægt að fara í dögurð (brunch) frá kukkan 11:00 til 16:00.  Á kvöldin verða einkasamkvæmi þar sem hópar geta pantað sér veislur og upplifað ekta ítalskan mat að hætti fjölskyldunnar.

Myndir: af facebook síðu Coocoo’s Nest og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið