Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður – Jörgensen Kitchen & Bar
Jörgensen Kitchen & Bar er nýr og spennandi veitingastaður staðsettur á Laugavegi 120. Matseðilinn á Jörgensen er spennandi hugarflug yfirmatreiðslumeistarans; Jóhanns Inga eins og sjá má hér, en hann samanstendur af úrvali af skemmtilegum réttum gerðum úr fersku íslensku hráefni sem blandað er saman með alþjóðlegu tvisti.
Á Jörgensen Kitchen & Bar er hægt að taka allt að 54 gesti í sitjandi borðhald.
Á Jörgensen Bar er meðal annars boðið upp á fjölbreyttan Street Food matseðil sem sjá má hér, en götumatur eða Street food hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. Miðað við lesturinn á matseðlinum þá er greinilega tilvalið að njóta götumatinn með drykkjum á Happy Hour strax eftir vinnu í góðra vina hópi en Happy Hour á Jörgensen er alla daga vikunnar milli kl. 17:00 og 19:00. Flottur og fjölbreyttur kokkteil-, og vínseðill er á boðstólnum.
Jörgensen er einnig tilvalinn staður fyrir stærri og smærri hópa þar sem gert er einstaklega mikið úr matarupplifuninni fyrir hópana og er matreiðslan sem og framsetningin á matnum uppsett þannig að hópurinn nýtur matsins og upplifunarinnar á einstaklega skemmtilegan hátt.
Jörgensen opnar klukkan 11:30 með síbreytilegum hádegisréttum alla daga vikunnar. Eldhúsið er svo opið til klukkan 22:00.
Eins og áður segir þá er yfirmatreiðslumeistari Jörgensen Jóhann Ingi Reynisson og veitingastjórinn heitir Smári Helgason. Báðir tveir búa yfir yfirgripsmikilli reynslu matreiðslu- og veitingahúsastjórar á Íslandi sem og erlendis.
Skemmtilegt concept í gangi hér, sem vert er að kíkja á.
Heimasíða: www.jorgensenkitchen.is
Facebook: www.facebook.com/jorgensenkitchen
Instagram: www.instagram.com/jorgensenkitchen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni













