Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður á Reykhólum sem nefnist 380 Restaurant og er nafnið til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.
Veitingastaðurinn er staðsettur í sama húsi og Hólabúðin sem lengi vel bauð upp á minnsta veitingastað á landinu eða eitt fjögurra manna borð. Rekstraraðilar eru hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson sem hafa staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015.
Við stækkun húsnæðis Hólabúðar er rými fyrir tugi manns, en Ása og Reynir ætla að byrja með 26 manns í sæti, en salurinn getur tekið allt að 50 manns.
380 Restaurant býður upp á nokkrar tegundir af hamborgurum, pizzur, fisk og franskar, barnamatseðil og drykki. Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum þar sem boðið er upp á þrjá tegundir af hamborgara með ærkjöti. Ef ærkjöt er ekki til, þá er notað nautakjöt í staðinn.
Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar22 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra













