Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum

Birting:

þann

380 Restaurant á Reykhólum - Veitingastaður

Hólabúðin og 380 Restaurant.
Tölvuteiknuð mynd

Nýr veitingastaður hefur verið opnaður á Reykhólum sem nefnist 380 Restaurant og er nafnið til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.

380 Restaurant á Reykhólum - Veitingastaður

Ása og Reynir hjá Hólabúð

380 Restaurant á Reykhólum - Veitingastaður

Hér er verið að byggja nýja veitingasalinn við Hólabúðina.

Veitingastaðurinn er staðsettur í sama húsi og Hólabúðin sem lengi vel bauð upp á minnsta veitingastað á landinu eða eitt fjögurra manna borð.   Rekstraraðilar eru hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson sem hafa staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015.

380 Restaurant á Reykhólum - Veitingastaður

Staðurinn tekur núna 26 manns sæti, en salurinn getur tekið allt að 50 manns í sæti

Við stækkun húsnæðis Hólabúðar er rými fyrir tugi manns, en Ása og Reynir ætla að byrja með 26 manns í sæti, en salurinn getur tekið allt að 50 manns.

380 Restaurant á Reykhólum - Veitingastaður

380 Restaurant býður upp á nokkrar tegundir af hamborgurum, pizzur, fisk og franskar, barnamatseðil og drykki. Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum þar sem boðið er upp á þrjá tegundir af hamborgara með ærkjöti. Ef ærkjöt er ekki til, þá er notað nautakjöt í staðinn.

 

Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið