Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður á Reykhólum sem nefnist 380 Restaurant og er nafnið til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.
Veitingastaðurinn er staðsettur í sama húsi og Hólabúðin sem lengi vel bauð upp á minnsta veitingastað á landinu eða eitt fjögurra manna borð. Rekstraraðilar eru hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson sem hafa staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015.
Við stækkun húsnæðis Hólabúðar er rými fyrir tugi manns, en Ása og Reynir ætla að byrja með 26 manns í sæti, en salurinn getur tekið allt að 50 manns.
380 Restaurant býður upp á nokkrar tegundir af hamborgurum, pizzur, fisk og franskar, barnamatseðil og drykki. Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum þar sem boðið er upp á þrjá tegundir af hamborgara með ærkjöti. Ef ærkjöt er ekki til, þá er notað nautakjöt í staðinn.
Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu