Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður á Reykhólum sem nefnist 380 Restaurant og er nafnið til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.
Veitingastaðurinn er staðsettur í sama húsi og Hólabúðin sem lengi vel bauð upp á minnsta veitingastað á landinu eða eitt fjögurra manna borð. Rekstraraðilar eru hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson sem hafa staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015.
Við stækkun húsnæðis Hólabúðar er rými fyrir tugi manns, en Ása og Reynir ætla að byrja með 26 manns í sæti, en salurinn getur tekið allt að 50 manns.
380 Restaurant býður upp á nokkrar tegundir af hamborgurum, pizzur, fisk og franskar, barnamatseðil og drykki. Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum þar sem boðið er upp á þrjá tegundir af hamborgara með ærkjöti. Ef ærkjöt er ekki til, þá er notað nautakjöt í staðinn.
Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum