Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr matarvagn í Reykjavík – Býður upp á íslenskan fisk og franskar (Fish and Chips) að breskri fyrirmynd
Nýr Fish & Chips (fiskur og franskar) vagn, sem smíðaður var í Bretlandi, hefur hafið starfsemi í Reykjavík. Vagninn er í eigu þriggja fjölskyldna, sem allar hafa búið í Englandi um árabil og starfað þar við sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða.

Tveir eigendanna og fyrstu tveir viðskiptavinirnir.
Frá vinstri Benedikt Sveinsson, Höskuldur Ásgeirsson, María S. Þorbjörnsdóttir og Þórir Haraldsson. Þriðji eigandinn, Pétur Björnsson, er staddur erlendis.
Markmiðið er að bjóða viðskiptavinum upp á fyrsta flokks íslenskan fisk og franskar (Fish and Chips) að breskri fyrirmynd, en á Bretlandseyjum eru um 10.500 Fish and Chips veitingastaðir og vagnar, sem mjög margir nota eingöngu íslenskan fisk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fish and Chips er einn af þjóðarréttum Breta og nýtur síaukinna vinsælda.
Fish and Chips Vagninn er aðili að landssamtökum Fish and Chips veitingastaðanna í Bretlandi (National Federation of Fish Friers), sem stofnuð voru árið 1913 og nýtur aðstoðar samtakanna við reksturinn hér á landi.

Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari við störf í vagninum. Þar eru þrír steikingapottar og fleiri græjur sem myndu sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er.
Hilmar B. Jónsson, matreiðslumeistari, sem starfað hefur í áratugi bæði austanhafs og vestan, einkum við kynningu á íslenskum gæðafiski til notkunar í Fish and Chips rétti, hefur verið eigendum innan handar við skipulagningu og undirbúning þessa verkefnis og mun fylgja því fyrstu skrefin.
Fish & Chips Vagninn er staðsettur í Vesturbugt í Reykjavík, rétt vestan við gamla slippinn, frá kl. 11 að morgni til kl. 21 á kvöldin og á Lækjartorgi við hliðina á Héraðsdómi Reykjavíkur frá kl. 22 að kvöldi og fram á nótt.

Fish and Chips vagninn er staðsettur í Vesturbugt í Reykjavík, rétt vestan við gamla slippinn, frá kl. 11 að morgni til kl. 21 á kvöldin og á Lækjartorgi í Reykjavík frá kl. 22 að kvöldi og fram á nótt.

„Við fengum góð viðbrögð viðskiptavina og þótti vænt um lofsamleg ummæli um matinn“, segir í tilkynningu. Fish and Chips vagninn var formlega opnaður á sjálfum baráttudegi verkalýðsins 1. maí s.l.
Maturinn er borinn fram í vönduðum umbúðum og hægt að borða hann á staðnum, í bílnum eða taka með sér heim.
Myndir af facebook síðu Fish and chips.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










