Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr matarvagn í Reykjavík – Býður upp á íslenskan fisk og franskar (Fish and Chips) að breskri fyrirmynd
Nýr Fish & Chips (fiskur og franskar) vagn, sem smíðaður var í Bretlandi, hefur hafið starfsemi í Reykjavík. Vagninn er í eigu þriggja fjölskyldna, sem allar hafa búið í Englandi um árabil og starfað þar við sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða.
Markmiðið er að bjóða viðskiptavinum upp á fyrsta flokks íslenskan fisk og franskar (Fish and Chips) að breskri fyrirmynd, en á Bretlandseyjum eru um 10.500 Fish and Chips veitingastaðir og vagnar, sem mjög margir nota eingöngu íslenskan fisk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fish and Chips er einn af þjóðarréttum Breta og nýtur síaukinna vinsælda.
Fish and Chips Vagninn er aðili að landssamtökum Fish and Chips veitingastaðanna í Bretlandi (National Federation of Fish Friers), sem stofnuð voru árið 1913 og nýtur aðstoðar samtakanna við reksturinn hér á landi.
Hilmar B. Jónsson, matreiðslumeistari, sem starfað hefur í áratugi bæði austanhafs og vestan, einkum við kynningu á íslenskum gæðafiski til notkunar í Fish and Chips rétti, hefur verið eigendum innan handar við skipulagningu og undirbúning þessa verkefnis og mun fylgja því fyrstu skrefin.
Fish & Chips Vagninn er staðsettur í Vesturbugt í Reykjavík, rétt vestan við gamla slippinn, frá kl. 11 að morgni til kl. 21 á kvöldin og á Lækjartorgi við hliðina á Héraðsdómi Reykjavíkur frá kl. 22 að kvöldi og fram á nótt.
Maturinn er borinn fram í vönduðum umbúðum og hægt að borða hann á staðnum, í bílnum eða taka með sér heim.
Myndir af facebook síðu Fish and chips.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000