Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr bar í 101 Reykjavík | Klaustur Downtown Bar
Um helgina opnar nýr bar í 101 Reykjavík. Það er Klaustur Downtown Bar í sama húsnæði og Vínbarinn Bistro var til húsa á Kirkjuhvoli fyrir aftan Dómkirkjuna og Alþingi.
Húsnæðið hefur staðið autt síðan að Vínbarnum lokaði í apríl síðastliðnum en nýi barinn verður í svipuðum dúr með afbragðsvín og vinalega stemningu í húsinu ásamt góðum bjór á krana með Einstök fremst í flokki. Reksturinn er í höndum hótelsins í sama húsi, Kvosin Downtown Hotel. Hótelið opnaði í fyrra og hefur slegið í gegn hjá ferðalöngum sem eru að leita eftir að gera vel við sig.
Hótelið hefur verið vinsælla en bjartsýnustu menn þorðu að vona en það hefur tilfinnanlega vantað bar í húsið síðan Vínbarinn lokaði. Ekki bara fyrir hótelgesti því það koma ennþá leigubílar um hverja helgi með fólk sem heldur að Vínbarinn sé enn opinn og það hefur í raun enginn staður tekið við af honum eftir lokun
, segir Snorri Valsson, hótelstjóri.
Það lá því beinast við að opna aftur á svipuðum nótum en með smá breyttum áherslum
, heldur Snorri áfram.
Mikið er búið að spá og spekúlera í vínvali og ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn smekk, hvort sem um ræðir vínglös eða flöskur. Stemningin á að vera afslöppuð og vinaleg og verð miðað við gæði ætti að koma gestum barsins þægilega á óvart.
Til að byrja með verður opið frá 16:00 alla daga vikunnar þar til í kringum miðnætti. Eldhús verður ekki starfrækt á barnum til að byrja með en það hefur allt verið innréttað og gert er ráð fyrir að fyrr en síðar verði matur í boði en það mun ráðast snemma á næsta ári með hvaða hætti.
Myndir: af facebook síðu Klaustur Downtown Bar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla