Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr bar í 101 Reykjavík | Klaustur Downtown Bar
Um helgina opnar nýr bar í 101 Reykjavík. Það er Klaustur Downtown Bar í sama húsnæði og Vínbarinn Bistro var til húsa á Kirkjuhvoli fyrir aftan Dómkirkjuna og Alþingi.
Húsnæðið hefur staðið autt síðan að Vínbarnum lokaði í apríl síðastliðnum en nýi barinn verður í svipuðum dúr með afbragðsvín og vinalega stemningu í húsinu ásamt góðum bjór á krana með Einstök fremst í flokki. Reksturinn er í höndum hótelsins í sama húsi, Kvosin Downtown Hotel. Hótelið opnaði í fyrra og hefur slegið í gegn hjá ferðalöngum sem eru að leita eftir að gera vel við sig.
Hótelið hefur verið vinsælla en bjartsýnustu menn þorðu að vona en það hefur tilfinnanlega vantað bar í húsið síðan Vínbarinn lokaði. Ekki bara fyrir hótelgesti því það koma ennþá leigubílar um hverja helgi með fólk sem heldur að Vínbarinn sé enn opinn og það hefur í raun enginn staður tekið við af honum eftir lokun
, segir Snorri Valsson, hótelstjóri.
Það lá því beinast við að opna aftur á svipuðum nótum en með smá breyttum áherslum
, heldur Snorri áfram.
Mikið er búið að spá og spekúlera í vínvali og ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn smekk, hvort sem um ræðir vínglös eða flöskur. Stemningin á að vera afslöppuð og vinaleg og verð miðað við gæði ætti að koma gestum barsins þægilega á óvart.
Til að byrja með verður opið frá 16:00 alla daga vikunnar þar til í kringum miðnætti. Eldhús verður ekki starfrækt á barnum til að byrja með en það hefur allt verið innréttað og gert er ráð fyrir að fyrr en síðar verði matur í boði en það mun ráðast snemma á næsta ári með hvaða hætti.
Myndir: af facebook síðu Klaustur Downtown Bar.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar








