Sverrir Halldórsson
Nýir húsbændur á Rauða húsinu
Nú í vor tóku nýir aðilar við rekstri Rauða hússins á Eyrabakka, og eru í forsvari fyrir þá Stefán Kristjánsson matreiðslumeistari og Stefán Ólafsson barþjónn.
Saga Rauða Hússins
Guðmunda Nielsen byggði elsta hluta Rauða Hússins, veitingastofuna á fyrstu hæð, sem verslun árið 1919. Guðmunda var fjölhæf kona, organisti, kórstjóri, tónlistarkennari og tónsmiður auk þess að vera mjög virk í félagsmálum, m.a. í Kvenfélagi Eyrarbakka. Hún lærði verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína hér, Guðmundubúð, sem þótti ein glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð.
Sjálf bjó Guðmunda hins vegar í Húsinu, sem nú hýsir Byggðasafn Árnesinga og stendur hér rétt fyrir austan kirkjuna. Húsið var reist árið 1765 þegar dönskum kaupmönnum var leyft að búa hér á landi yfir veturinn. Húsið varð snemma miðstöð blómstrandi menningar og listalífs hér við ströndina, enda komu erlend menningaráhrif fyrst að landi hér á Eyrarbakka, sem var stærsti verslunarstaður landsins í aldir. Hér átti biskupsstóllinn í Skálholti einnig sína höfn og gerði héðan út sín skip. Örlög þúsunda Íslendinga réðust með þeim margvíslegu tíðindum sem bárust með Bakkaskipi.
Íslendingar voru seinir að tileinka sér þann munað að borða humar, en humarveiðar til útflutnings hófust fyrst hér á landi á Eyrarbakka árið 1954. Á forsíðu Morgunblaðsins þann 29. ágúst þar ár, segir: “Í sumar hefur humarinn verið Eyrbekkingum það, er síldin var Siglfirðingum hér áður fyrr.” Á forsíðunni var einnig ljósmynd af humri svo landsmenn gætu áttað sig hvernig þessi skepna liti út. Íslenski humarinn er nefndur leturhumar, en á fræðimáli Nephrops norvegicus. Hann er smærri en aðrar humartegundir, verður stærstur um 16 -18 sm.
Vel var tekið á móti okkur og okkur sýndur staðurinn en hann er á þremur hæðum og það sem kom virkilega á óvart en það er lyfta í húsinu, hægt er að hafa allt að 300 manns sitjandi borðhaldi í öllu húsinu samtímis.
Svo settumst við borð og fengum okkar sódavatn og vorum klárir í bátanna.
Og hér kemur lýsing á því:
Svaka bragðgott, benti á að ólífur og sólþurrkaðir tómatar voru að stela of miklu bragði frá kjötinu, væri skynsamlegra að vera með bláber á einhvern máta.
Mjög bragðgott, en þarna voru ólífurnar að stela bragðinu, soðið var algjört sælgæti.
Hreinn unaður að borða þennann rétt.
Eftirréttir
Engifer-whiskey ís með Jameson
Kom skemmtilega á óvart hvað engiferið tónaði vel við whiskið
Heimatilbúinn Lava Ís
Enn og aftur kom Stefán okkur á óvart, alveg ólýsanleg upplifun
Sígild klassík og engin beiskja í því, flottur endir
Er hér var komið við sögu vorum við orðnir mettir og farnir að búa okkur undir ferðina í bæinn, þökkuðum pent fyrir okkur, fyrir góðan viðurgjörning og frábæra þjónustu og héldum á fjallið sælir í anda.
[divider]
Sverrir Halldórsson og Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistarar fóru í ferðalag um suðurlandið nú í október og eftirfarandi vefslóðir er ferðalagið í heild sinni:
– Tryggvaskáli aftur orðinn veitingastaður
– Kaffi Krús komin á þrítugsaldurinn og enn í sókn
– Menam orðinn partur af Selfossi
– Nýir húsbændur á Rauða húsinu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024