Markaðurinn
Ný vefverslun Tandurs
Á vormánuðum fór í loftið ný vefverslun Tandurs þar sem fyrirtæki og stofnanir geta verslað hreinlætis- og rekstrarvörur á einfaldan og þægilegan hátt.
Mjög auðvelt er að stofna til viðskipta með rafrænni auðkenningu sem flýtir fyrir afgreiðslu og eykur öryggi í viðskiptum. Vefverslun Tandurs býður upp á mikla möguleika þar sem meðal annars er hægt að skoða síðustu pantanir, sölusögu, einstaka reikninga og hreyfingarlista.
Auk þessa geta stjórnendur stillt pantaheimildir einstakra notenda fyrir tilteknar vörur eða vörulista.
Vefverslun Tandurs er beintengd bókhalds- og birgðakerfi Navision þannig er ljóst í rauntíma hvort vara er til eða ekki. Ef óskað er eftir þá getur viðskiptavinur fengið frá vefverslun tilkynningu þegar vara er komin aftur á lager.
Endilega kynnið ykkur vefverslun Tandurs www.tandur.is. Þar má líka nálgast greinargóð kennslumyndbönd um allt það helsta sem vefverslunin hefur upp á að bjóða.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.