Freisting
Norskir dagar á Hótel Reykjavík Centrum
Mér finnst þessi hótel bygging ein sú fallegasta á landinu og þegar maður kom inn þá tók hann Carlos þjónn á móti manni og vísaði til sætis í Fjalarkettinum en það heitir aðalveitingastaður hótelsins.
|
|
|
|
|
|
Crew 1 kíkti í heimsókn á sjálfum Þjóðhátíðardegi Norðmanna sem er 17. maí til að smakka á þeim herlegheitum sem Norsku kokkarnir buðu uppá, en sá faglærði heitir Lars Lervik og var hann með einn lærling með sér en þeir koma af stað í Þrándheimi sem hefur íslenskan yfirmatreiðslumeistara en hann heitir Hákon B Valgeirsson og var yfirkokkur á Grand hótel um árið.
Þá er það aðalmálið, maturinn:
Fyrst var smakk
Marineruð síld á eggjahræru með sýrðum rjóma, kavíar og dilli
Svo kom brauð bakað af norðmönnunum og var það algjört sælgæti að borða
Ákavítis marinerað dádýr með papriku aioli
Kjötið lúnamjúkt og ákavítisbragði ekki of mengt,
létt sýrða grænmetið lyfti réttinum upp og matchaði vel við aiolið
Silunga tartar með reyktum silung og soya-engifers kjarna
Prýðilegur réttur og tartarinn og soya engifer passar bara ágætlega saman
Lamb og kál (þjóðaréttur Norðmanna) með trönuberjaískrapi innbakaður
Þetta var algjör gullmoli og gaman hvað svörtu piparkornin voru góð eftir að
hafa soðið í 1 og hálfan tíma, biturleikinn var alveg horfinn
Sinneps bökuð Stórlúða með sætkartöflumauki, jarðsvepparisotto og
sítrus beurre blanch
Lúðan var vel elduð kannski aðeins of mikið, sinnepið angraði okkur ekkert, sætkartöflumaukið var hálf bragðlaust, risottoinn góður og sósan fín
Hreindýr með sultuðum lauk og þurrkuðum ávöxtum, sellerírótarmauki, þúsundlaga kartöflum og rósmarinsósu
Sultan alveg fyrnagóð, kartöflur mjög góðar sem og sósan, hreindýr er alltaf hreindýr
Súkkulaðitart tart duo með jarðaberja- og greni hnúpaís,
mango og múltiberja-sósu
Alveg toppdæmi maður segir bar Heja Norge
Yfirmatreiðslumaður staðarins er Haukur Gröndal, en þetta kvöld áttu norðmennirnir gólfið og með fyrirmyndar þjónustu eins og hjá Carlos þá naut maður hverrar mínútu út í ystu æsar og toppaði alveg þegar Valgeir Guðjónsson hóf að syngja á norsku.
Við freistingarmenn þökkum fyrir okkur og óskum þeim góðs gengis.
Myndirnar með freimaði Matti- Rambo inn af sinni alkunnu snilld
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast