Vertu memm

Freisting

Norræn máltíð á VOX: Gestakokkur René Redzepi

Birting:

þann

René Redzepi

Á heimasíðu Vinogmatur.is er hægt að lesa lítinn pistil af upplifun á kvöldverði hjá gestakokkinum René Redzepi. Pistlahöfundurinn Arnar sem er annar eigandinn af Vin og Matur er greinilega mjög ánægður með matinn hjá René Redzepi og þjónustuna.

Hér að neðan ber að líta pistilinn frá Arnari:

René Redzepi, yfirmatreiðslumaður á NOMA í Kaupmannahöfn, var gestakokkur á VOX um helgina. René þessi hefur starfað hjá ekki lakari stöðum en El Bulli, French Laundry og Jardin des Sense.

Vínlistinn á NOMA er evrópskur og einhver sá flottasti sem ég hef séð.

Tónninn í matreiðslunni á Vox var norrænn; ölbrauð, rækjur, kartöflur, rúgur, söl, villigæs, skyr og þess háttar — að ógleymdri öskunni! Öskuna framleiddu starfsmenn Vox með því að brenna hey.

Matseðillinn var fimm rétta og kostaði 7.950 kr. án vína, 13.450 kr. ef vínseðillinn var tekinn með. Fyrir utan réttina fimm voru boðnir 2 for-forréttir og einn for-eftirréttur, alls 8 réttir. Miðað við gæði var verðið sanngjarnt, á íslenskan mælikvarð a.m.k.

Auglýsingapláss

Svona leit 5 rétta matseðillinn út:

  1. Hráar íslenskar rækjur með agúrkusafa og piparrótarsnjó (hvítvín: Riesling Steinmessel 2004 frá Brundlmayer sem mér fannst afbragðsgott, þurrt og glæsilegt)
  2. Leturhumar og ostruemulsion, rúgur og söl (hvítvín: Sauvignon blanc 2006 frá Cloudy Bay sem angaði af kattahlandi og steinolíu og var afskaplega ljúft vín)
  3. Litlar kartöflur og maltmjöður frá Fredriksberg (rauðvín: Aloxe Corton 1997 frá Louis Jadot sem ilmaði af hnakki og seltinni jörð og var áhugavert)
  4. Íslensk villigæs með sultuðu selleríi, ösku og sykurbrúnuðum eplum (rauðvín: GSM 2002 frá Rosemount sem hafði skemmtilegan karamellu-ilm en á endanum fannst mér eikin bera það ofurliði)
  5. Ölbrauð með skyrkrapís og freyðandi mjólk (styrkt sætvín: Maccabeu 2002 frá Mas Amiel sem hafði daufan ilm en skemmtilega áferð í munni og var bara fínt)

Án þess að fara of mikið í smáatriði var upplifunin mjög góð. Gúrkusósa var ferlega fersk og bragðgóð, ostruemulsion færði manni hafið á diskinn, mikil notkun á ýmis konar rúgi og malti var skemmtileg, askan var stórskemmtileg og ölbrauðið í eftirréttinum fékk mig til að hugsa um ömmu.

Sem sagt, mjög gott allt saman og þjónusta alveg til fyrirmyndar.

 

 

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið