Sverrir Halldórsson
Norð–West | Kafli 1 | Veitingarýni: Galito á Akranesi og Borgin á Skagaströnd
Eina ferðina enn vorum við félagarnir á leiðinni í túr að smakka matinn á landsbyggðinni.
Stefnan var tekin á Akranes en þar var planið að borða hádegismat á Veitingastaðnum Galito, var okkur vísað til borð og fengnir matseðlar og drykkjaföng komu mjög fljótlega. Eftir að hafa skoðað seðillinn ákváðum við að taka hádegistilboðið sem var:
Alvöru sveppasúpa og mjög bragðgóð.
Þetta var alveg svakalega gott á bragðið og lofaði góðu um þessa ferð.
Það var hörku traffík hjá þeim og virtust vinnumenn vera í meirihluta, en við vorum það forsjálir að þegar traffíkin var að byrja vorum við að klára, þjónustan látlaus en alltaf við hendina ekki út í einhverju horni talandi í gsm síma, þökkuðum fyrir og héldum för áfram.
Næsta stopp var Hyrnan í Borgarnesi, alltaf gaman að koma þar inn og sjá hvernig hægt er að klúðra gullkistu, fengum okkur bensín og héldum áfram för, en næsta stopp yrði Skagaströnd.
Þar ætluðum við að taka hús á Borgarstjóranum á Veitingastaðnum Borgin ( áður Kantríbær ), eigandi er matreiðslumeistarinn Þórarinn Br Ingvarsson, sem er ættaður af þessum slóðum.
Vel var tekið á móti okkur, sýndur staðurinn og svo var farið í bíltúr og öll kennileiti staðarins skoðuð. Endað var á að fara niður á höfn þar sem einn bátur var að landa og fenginn glænýr flatfiskur sem fiskur dagsins um kvöldið.
Við fengum íbúðarhúsnæði til umráða og fór bara vel um okkur þar. Vorum við mættir um 18:30 til kvöldverðar og var hann eftirfarandi:
Fyrst var borið á borð nýtt og volgt popp og var það fínt meðan beðið var eftir matnum.
Yndislegt humarbragð og yljaði manni, humarinn var helst til smátt skorinn en að öðru leyti óaðfinnalegt.
Þetta var bragðgóður réttur, soya sósan var helst til sterk, balancinn milli soya og appelsínusafans hefði mátt vera jafnara, kjötið vel eldað og mjúkt og grænmeti hæfilega eldað.
Þvílíkt sælgæti, milt og gott bragð og skemmtilegt hvernig peran kom út, þessi réttur steinlá.
Er hér var komið við sögu vorum við orðnir mettir og bjuggum okkur til brottfarar, kvöldið hafði verið fínt, góður matur, góður viðgjörningur og borgarstjórinn stóð fyllilega undir nafni.
Kvöddum við og héldum upp í húsið og henda sér á beddann og fara inn í draumalandið og taka aðra bragðprufu í öðrum heimi.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun1 dagur síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Sticky Fingers BBQ keðjan sækir um greiðslustöðvun – Óvissa um framtíð fyrirtækisins
-
Frétt1 dagur síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur