Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Norð–West | Kafli 1 | Veitingarýni: Galito á Akranesi og Borgin á Skagaströnd

Birting:

þann

Galito á Akranesi

Eina ferðina enn vorum við félagarnir á leiðinni í túr að smakka matinn á landsbyggðinni.

Stefnan var tekin á Akranes en þar var planið að borða hádegismat á Veitingastaðnum Galito, var okkur vísað til borð og fengnir matseðlar og drykkjaföng komu mjög fljótlega. Eftir að hafa skoðað seðillinn ákváðum við að taka hádegistilboðið sem var:

Galito á Akranesi

Galito á Akranesi

Rjómalöguð kjörsveppasúpa með volgu brauði, hummus og smjöri

Alvöru sveppasúpa og mjög bragðgóð.

Galito á Akranesi

Kalkúnabringa með gratínkartöflum, eplasalati, maís og rjómalagaðri kalkúnasósu

Þetta var alveg svakalega gott á bragðið og lofaði góðu um þessa ferð.

Galito á Akranesi

Galito á Akranesi

Það var hörku traffík hjá þeim og virtust vinnumenn vera í meirihluta, en við vorum það forsjálir að þegar traffíkin var að byrja vorum við að klára, þjónustan látlaus en alltaf við hendina ekki út í einhverju horni talandi í gsm síma, þökkuðum fyrir og héldum för áfram.

Næsta stopp var Hyrnan í Borgarnesi, alltaf gaman að koma þar inn og sjá hvernig hægt er að klúðra gullkistu, fengum okkur bensín og héldum áfram för, en næsta stopp yrði Skagaströnd.

Borgin á Skagaströnd

Borgin á Skagaströnd

Þar ætluðum við að taka hús á Borgarstjóranum á Veitingastaðnum Borgin ( áður Kantríbær ), eigandi er matreiðslumeistarinn Þórarinn Br Ingvarsson, sem er ættaður af þessum slóðum.

Vel var tekið á móti okkur, sýndur staðurinn og svo var farið í bíltúr og öll kennileiti staðarins skoðuð. Endað var á að fara niður á höfn þar sem einn bátur var að landa og fenginn glænýr flatfiskur sem fiskur dagsins um kvöldið.

Við fengum íbúðarhúsnæði til umráða og fór bara vel um okkur þar. Vorum við mættir um 18:30 til kvöldverðar og var hann eftirfarandi:

Borgin á Skagaströnd

Nýtt og volgt popp

Fyrst var borið á borð nýtt og volgt popp og var það fínt meðan beðið var eftir matnum.

Borgin á Skagaströnd

Humarsúpuskot með humri í glasi og þráðum úr pizzadeigi

Yndislegt humarbragð og yljaði manni, humarinn var helst til smátt skorinn en að öðru leyti óaðfinnalegt.

Borgin á Skagaströnd

Svartfugl og hrefna á grænmetissátu á soya-appelsínusósu

Þetta var bragðgóður réttur, soya sósan var helst til sterk, balancinn milli soya og appelsínusafans hefði mátt vera jafnara, kjötið vel eldað og mjúkt og grænmeti hæfilega eldað.

Borgin á Skagaströnd

Pönnusteikt smálúða með lauk, perum og ólífum á sætkartöflu-mauki og kirsuberjatómötum

Þvílíkt sælgæti, milt og gott bragð og skemmtilegt hvernig peran kom út, þessi réttur steinlá.

Er hér var komið við sögu vorum við orðnir mettir og bjuggum okkur til brottfarar, kvöldið hafði verið fínt, góður matur, góður viðgjörningur og borgarstjórinn stóð fyllilega undir nafni.

Kvöddum við og héldum upp í húsið og henda sér á beddann og fara inn í draumalandið og taka aðra bragðprufu í öðrum heimi.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið