Frétt
Neytendur vilja umhverfisvænar vörur
Neytendastofa vekur athygli á að í dag er evrópski neytendadagurinn. Í tilefni hans hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt niðurstöður könnunar á aðstæðum neytenda sem sýnir m.a. áhrif COVID-19 faraldursins á neytendur og auknar vinsældir „grænna“ valkosta. Þannig má t.d. sjá að 42% svarenda hugðust fresta öllum stórum innkaupum og 80% svarenda hyggjast ekki gera ráðstafanir um ferðalög fyrr en aðstæður vegna COVID-19 eru orðnar eðlilegar í heimaríki.
Þá svöruðu 56% því játandi að áhrif vöru á umhverfið hafi haft áhrif á ákvörðun um viðskipti og 67% sögðust velja vörur sem eru betri fyrir umhverfið, jafnvel þó þær væru dýrari.
Ef litið er sérstaklega á niðurstöður fyrir Ísland má t.d. sjá að 34,1% svarenda hér á landi þekkja mjög vel réttindi sín sem neytandi og er það hlutfall nokkuð hátt borið saman við önnur ríki. Hlutfall þeirra sem ber traust til þess að seljendur og þjónustuveitendur virði réttindi þeirra er 77% sem er því miður nokkuð lágt miðað við niðurstöður annarra. Á heimasíðu Neytendastofa má finna ýmsan fróðleik um um réttindi neytenda og mun stofnunin halda áfram að vinna að því að bæta þekkingu bæði neytenda og seljenda um þetta efni.
Könnunin er hluti af Skorkorti neytendamála fyrir árið 2020 sem verður kynnt ýtarlega á ráðstefnu Evrópusambandsins í dag.
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






