Vertu memm

Uppskriftir

New England-style rækjubátur – Þetta verðið þið að prófa!

Birting:

þann

New England-style rækjubátur

New England-style rækjubátur

Ómótstæðilegur New England-style rækjubátur úr heimalöguðu rækjusalati gerðu úr risarækjum, graslauk, dilli, japönsku majó, sellerí og vorlauk umvafið dúnmjúku ristuðu kartöflubrauði. Tekur enga stund að búa til og er ótrúlega gott!

Fyrir 2:

Risarækjur, 350 g (frosin þyngd)
Kartöflu pylsubrauð, 2 stk
Japanskt majónes, 45 g
Sýrður rjómi 10%, 15 g
Sellerí, 1 stilkur
Vorlaukur, 30 g
Dill ferskt, 7 g
Graslaukur ferskur, 5 g
Sítróna, 1 stk
Hvítlaukur, 1 rif
Smjör, 30 g

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Bætið rækjum út í pottinn og sjóðið í 2-2,5 mín eða þar til rækjurnar eru rétt svo eldaðar í gegn (varist að sjóða rækjurnar of lengi því þá verða þær of stífar).
  2. Hellið vatninu frá rækjunum og látið kalt vatn renna á þær til að stoppa eldunina.
  3. Bræðið smjörið og pressið 1 hvítlauksrif saman við.
  4. Saxið dill og graslauk smátt, skerið sellerí í litla bita og sneiðið vorlauk í þunnar sneiðar.
  5. Skerið rækjur í bita og hrærið saman við majónes, sýrðan rjóma, dill, graslauk, sellerí og vorlauk. Kreistið smá sítrónusafa saman við og smakkið til með salti og meiri sítrónusafa ef þarf.
  6. Opnið brauðin og smyrjið að innan með hvítlaukssmjöri. Raðið á ofnplötu og ristið í ofninum í nokkrar mín þar til brauðið er farið að taka fallegan lit.
  7. Fyllið brauðin með rækjusalati og berið fram með sætkartöflufrönskum

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið