Vín, drykkir og keppni
Negroni vika á vegum Campari haldin víðsvegar um heiminn | MAR BAR styrkir neyðaraðgerðir UNICEF eftir hörmungarnar í Nepal
Þessa dagana tekur MAR BAR þátt í alþjóðlegu átaki á vegum Campari sem nefnist „Negroni Week“ en flestir yfir þrítugt hið minnsta ættu að þekkja þennan klassíska kokkteil Negroni, en uppistaða hans er Campari.
Negroni vikunni var hleypt af stokkunum árið 2013 af tímaritinu Imbibe ásamt Campari til heiðurs eins af þekktustu kokkteilum heims og þeirri viðleitni til að afla fjár til góðgerðamála. Frá 2013 til 2014 stækkaði Negroni vikan ótrúlega, eða frá 100 þátttakendum árið 2013 og upp í meira en 1300 bari sem tóku þátt um allan heim ári síðar og meira en kr 16.000.000.- söfnuðust til hinna ýmsu góðgerðarmála.
Árið 2015 er Negroni vikan haldin frá 1. til 7.júní, og munu barþjónarnir á MAR BAR ásamt fjöldanum öllum af barþjónum víðsvegar um heiminn blanda sinn uppáhalds Negroni og gefa hluta af ágóðanum af hverjum seldum Negroni til góðgerðamála að eigin vali. MAR BAR hefur valið að styrkja neyðaraðgerðir UNICEF eftir hörmungarnar í Nepal og mun því kr 500.- af hverjum seldum Negroni á MAR BAR til og með 7. júní renna til þessa verkefnis.
Á laugardagskvöldið 6.júní nær söfnunin á MAR BAR svo hámarki þar sem sérstakt tilboð á Negroni verður í gangi allt kvöldið. Starfsfólk MAR BAR og Campari á Íslandi vilja hvetja alla til að koma og fá sér góðan drykk en síðast en alls ekki síst, að láta gott af sér leiða.
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan