Vertu memm

Birting:

þann

Matreiðsla - Verkmenntaskólinn á Akureyri

Í 12. viku var haldin heit æfing hjá nemendum 2. bekkjar í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Æfingin fólst í því að elda hádegisverð fyrir fund sem haldinn var í skólanum á þriðjudeginum.

„Nemendurnir unnu tveir og tveir saman, undirbúningurinn fór fram á mánudegi og var maturinn framreiddur í hádeginu á þriðjudeginum.

Fyrirmælin sem nemendurnir fengu voru að útbúa súpu og brauð að eigin vali í forrétt en í aðalrétt átti að elda rauðsprettu paupiette og pönnusteiktan fisk að hætti nemanna ásamt klassískum kartöflum og meðlæti sem þeir fengu að útfæra sjálfir,“

 

sagði Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA í samtali við veitingageirinn.is.

Þess má geta að nemendur af grunndeild matvælagreina sáu um framreiðsluna á þriðjudeginum.

Matreiðsla - Verkmenntaskólinn á Akureyri

Fundurinn var haldinn af Verkmenntaskólanum og var iðnmeisturum á svæðinu boðið. Efni fundarins var „Hvernig er hægt að efla samstarf skóla, vinnustaða og nema?“ Kynnt voru þrjú verkefni sem skólinn hefur tekið þátt í.

1) Workmentor, fjallar um þjálfun Mentora eða starfsþjálfa á vinnustað.

2) WorkQual, fjallar um hvaða upplýsingar vinnustaðir þurfa að vita um nemendur, mælikvarða, verklag o.fl. svo það sé eins fyrir alla vinnustaði.

3) AppMentor, þar sem verið er að kanna hvernig og hvaða samfélagsmiðla og öpp sé hægt að nota í vinnustaðanámi og koma samskiptum og skráningu um það á rafrænt form.

Myndir

Matreiðsla - Verkmenntaskólinn á Akureyri

Klúbbmeðlimir á mynd f.v. Karl Friedrich Jónsson, Teddi Páll, Benedikt Örn Hjaltason og Magnús Örn Friðriksson.

Félögum úr Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi var boðið að koma í heimsókn á þriðjudeginum og fylgjast með nemunum að störfum. Klúbbfélagarnir enduðu svo á því að smakka og áttu svo gott spjall við nemana um réttina. Nemarnir höfðu orð á því hversu skemmtilegt og lærdómsríkt það hafi verið fyrir þá að eiga þetta spjall við klúbbmeðlimi.

 

Myndir og vídeó: Ari Hallgrímsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Mest lesið