Myndir og vídeó frá æfingu í matreiðslu í VMA
Í 12. viku var haldin heit æfing hjá nemendum 2. bekkjar í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Æfingin fólst í því að elda hádegisverð fyrir fund sem haldinn var í skólanum á þriðjudeginum.
„Nemendurnir unnu tveir og tveir saman, undirbúningurinn fór fram á mánudegi og var maturinn framreiddur í hádeginu á þriðjudeginum.
Fyrirmælin sem nemendurnir fengu voru að útbúa súpu og brauð að eigin vali í forrétt en í aðalrétt átti að elda rauðsprettu paupiette og pönnusteiktan fisk að hætti nemanna ásamt klassískum kartöflum og meðlæti sem þeir fengu að útfæra sjálfir,“
sagði Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA í samtali við veitingageirinn.is.
Þess má geta að nemendur af grunndeild matvælagreina sáu um framreiðsluna á þriðjudeginum.
Fundurinn var haldinn af Verkmenntaskólanum og var iðnmeisturum á svæðinu boðið. Efni fundarins var „Hvernig er hægt að efla samstarf skóla, vinnustaða og nema?“ Kynnt voru þrjú verkefni sem skólinn hefur tekið þátt í.
1) Workmentor, fjallar um þjálfun Mentora eða starfsþjálfa á vinnustað.
2) WorkQual, fjallar um hvaða upplýsingar vinnustaðir þurfa að vita um nemendur, mælikvarða, verklag o.fl. svo það sé eins fyrir alla vinnustaði.
3) AppMentor, þar sem verið er að kanna hvernig og hvaða samfélagsmiðla og öpp sé hægt að nota í vinnustaðanámi og koma samskiptum og skráningu um það á rafrænt form.
Myndir

Klúbbmeðlimir á mynd f.v. Karl Friedrich Jónsson, Teddi Páll, Benedikt Örn Hjaltason og Magnús Örn Friðriksson.
Félögum úr Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi var boðið að koma í heimsókn á þriðjudeginum og fylgjast með nemunum að störfum. Klúbbfélagarnir enduðu svo á því að smakka og áttu svo gott spjall við nemana um réttina. Nemarnir höfðu orð á því hversu skemmtilegt og lærdómsríkt það hafi verið fyrir þá að eiga þetta spjall við klúbbmeðlimi.
Myndir og vídeó: Ari Hallgrímsson
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa












