Sverrir Halldórsson
Múlakaffi skilar Jóhannesi tugum milljóna

Veisla á vegum Nauthóls.
Veitingamaðurinn á pönnunni er enginn en annar Jóhannes Stefánsson undrakokkurinn í Múlakaffi. Jóhannes hefur komið og hjálpað einkadóttur sinni Guðríði Maríu þegar mikið liggur við en hún rekur fyrirtækið Nauthól sem er dótturfélag Múlakaffis.
Múlakaffi ehf. hagnaðist um 63 milljónir króna á síðasta ári, en þetta má sjá í ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmlega 2,2 milljörðum króna á síðasta ári en rekstrargjöld námu rúmlega 2,1 milljarði króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam því 128 milljónum króna.
Eignir Múlakaffis námu 847 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 558 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 289 milljónum króna.
Stjórn fyrirtækisins leggur til að greiddur verði arður til eigenda að fjárhæð 50 milljónir króna vegna rekstrarársins 2014. Jóhannes Stefánsson á allt hlutafé fyrirtækisins.
Greint frá á vb.is.
Mynd: Nauthóll
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





