Sverrir Halldórsson
Múlakaffi skilar Jóhannesi tugum milljóna
Múlakaffi ehf. hagnaðist um 63 milljónir króna á síðasta ári, en þetta má sjá í ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmlega 2,2 milljörðum króna á síðasta ári en rekstrargjöld námu rúmlega 2,1 milljarði króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam því 128 milljónum króna.
Eignir Múlakaffis námu 847 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 558 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 289 milljónum króna.
Stjórn fyrirtækisins leggur til að greiddur verði arður til eigenda að fjárhæð 50 milljónir króna vegna rekstrarársins 2014. Jóhannes Stefánsson á allt hlutafé fyrirtækisins.
Greint frá á vb.is.
Mynd: Nauthóll
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum