Sverrir Halldórsson
Múlakaffi skilar Jóhannesi tugum milljóna

Veisla á vegum Nauthóls.
Veitingamaðurinn á pönnunni er enginn en annar Jóhannes Stefánsson undrakokkurinn í Múlakaffi. Jóhannes hefur komið og hjálpað einkadóttur sinni Guðríði Maríu þegar mikið liggur við en hún rekur fyrirtækið Nauthól sem er dótturfélag Múlakaffis.
Múlakaffi ehf. hagnaðist um 63 milljónir króna á síðasta ári, en þetta má sjá í ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmlega 2,2 milljörðum króna á síðasta ári en rekstrargjöld námu rúmlega 2,1 milljarði króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam því 128 milljónum króna.
Eignir Múlakaffis námu 847 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 558 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 289 milljónum króna.
Stjórn fyrirtækisins leggur til að greiddur verði arður til eigenda að fjárhæð 50 milljónir króna vegna rekstrarársins 2014. Jóhannes Stefánsson á allt hlutafé fyrirtækisins.
Greint frá á vb.is.
Mynd: Nauthóll
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn





