Vertu memm

Freisting

Michelin Guide 2007

Birting:

þann

Michelin Guide frægi hefur opinberað í dag hverjir missa stjörnu eða hverjir fá fyrir 2007 – sem yfirleitt veldur nokkru fjaðrafoki í veitingahúsaheimi.

Í ár fá 6 nýjir staðir þriðju stjörnuna eftirsótta – en 6 missa eina þannig að talan (26 alls) helst óbreytt. Athyglisverðast er að Anne Sophie Pic í Valence, sonardóttir André Pic (fékk 3 stjörnur … 1934!), fær 3 stjörnur, þriðja konan á eftir tvær “mères lyonnaises”, þessar mögnuðu konur sem hafa ráðið ríkjum í eldhúsunum í Lyon. Auk hennar fá þeir Lameloise, í Chagny (Saône-et-Loire), í Paris hinn geðugi Bocuse d’Argent ’99 Yannick Alleno (Le Meurice), Pascal Barbot (L’Astrance), og Frédéric Anton (le Pré Catelan) sína 3. stjörnu einnig. Öll eru þau ungir meistarar, hver með sinn eigin stíl.

Eftir að Bernard Loiseau svipti sér lífi 2003 þar sem hann þoldi ekki álagið af stjörnukapphlaupinu og gæðaviðurkenningu, hefur Michelin farið varlega í sakirnar (án þess að taka óþarfa ábyrgð á þessum atburði). Breytingarnar hafa verið hógværar þangað til nú í ár.

Tveir missa eina stjörnu í París, Le Cinq (Philippe Legendre, sem er sagður á förum) og Taillevent (Jean-Claude Vrinat et Alain Solivérès) sem var í þessum lokuðum klúbbi síðan 1975 (fyrir misjafna gæðaframleiðslu). Fyrir utan París, missa stjörnu La Ferme de mon père, í Megève (Haute-Savoie), sem Marc Veyrat seldi fyrir stuttu, Buerehiesel, í Strasbourg (67), sem Antoine Westermann seldi einnig þegar hann fór á eftirlaun. L’Espérance, sem Marc Meneau rekur í Vézelay (Yonne) missir stjörnu þar sem hann er í greiðslustöðvun.

Það er gaman að lesa að Nicolas Le Bec í Lyon, sem er staðsettur beint á móti hótelinu þar sem Bocuse d’Or hópurinn gisti, fær sína 2. stjörnu – það var hvíslað á milli manna á sýningunni en er nú staðfest. Hinir 4 nýjir með 2 stjörnur eru Le Clos des Sens, í Annecy (Haute-Savoie), La Villa í Calvi (Korsíka), Robuchon í Monte-Carlo, og Eric Briffard í Elysées du Vernet í Paris.

Eins og Brillat Savarin sagði « Að finna nýjan rétt í eldhúsinu veitir mannkyninu meiri hamingju en að finna nýja stjörnu á himni »

Kv. Dominique
www.vinskolinn.is

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið