Bragi Þór Hansson
Michael Wilson – LAVA – Veitingarýni – F&F
Gestakokkurinn í ár á Bláa lóninun er hann Michael Wilson. Michael útskrifaðist úr Stratford chef school árið 2002 og hóf þá vinnu á Scaramouche Restaurant og vann þar þangað til árið 2004, hann vann á nokkrum stöðum eftir það og hélt áfram að vinna sig upp í það að vera yfirkokkur á staðnum LUMA sem staðsettur er í Toronto í Kanada.
Í nóvember síðastliðinn kynntust þeir Viktor Örn og Michael á veitingastaðnum LUMA þar sem Viktor var að kynna Taste of Iceland. Þá ákvað hann Michael að koma í ár á Food & Fun.
Við mættum á LAVA um klukkan 20:30 og það iðaði allt af stemningu inni á veitingastaðnum þegar við komum inn, við fengum sæti við gluggan og stuttu eftir að við settumst fengum við smakk frá eldhúsinu:
Þessi réttur var mjög góður.
Fyrsti réttur í matseðlinum var:

Krabbasalat, djús úr kaldpressuðu káli, saltaðar sítrónur, silungahrogn, rúgbrauð, epli og hafþyrnisber
Hafþyrnisberin gerðu mikið fyrir þennan rétt. Okkur fannst vanta svolítið salt.

Nautaseyði með nautarifjum sem voru gljáð með maple sýrópi, beinmerg, stökkt bygg, grenitoppar og einiber
Michael kom og hellti seyðinu í skálina og sagði okkur frá því að hugmyndin af þessum rétti kæmi frá Kanada þar sem mikið flatlendi er og mikið ræktað af nautgripum og byggi. Ég held að besta leiðin til að lýsa þessum rétti væri þessi: frekar þungt bragð í gangi en virkilega bragðgóður réttur. Skemmtilega öðruvísi að hafa grenitoppa í seyðinu.
Lambið var vel eldað og mjög gott. Okkur fannst að skyrbragðið skilaði sér ekki nógu vel í kjötið. Öll atriðin á disknum harmoneruðu vel saman.
Michael kom aftur til okkar og þá með eftirréttinn og aftur fengum við útskýringu á hugmyndinni. Í Kanada er núna uppskerutími hlynsýróps og þegar Michael var yngri þá fóru allir krakkarnir þangað sem hlynsýrópið var soðið og þar tóku þau sýróp og lögðu það í snjóinn til að kæla það og settu spítu í það til þess að búa til nokkurn skonar sleikjó og þetta var svo borðað af bestu lyst.
Góður eftirréttur til þess að klára svona máltíð, ferskur og góður
Við þökkum Michael Wilson og starfsfólki á LAVA fyrir góðan mat og gott kvöld.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars