Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Meinað um vinnu í bakaríi vegna lýta á framhandleggjum

Birting:

þann

Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir

Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir

Herdísi Hlíf Þorvaldsdóttur, sautján ára stúlku á Akureyri, var neitað um vinnu í bakaríi sökum þess að hendur hennar eru þaktar örum. Konur á vinnustaðnum klæðast oftast nær stuttermabolum og mátti hún ekki vera í langermabol við vinnu sína.

Þegar hún tjáði yfirmanni að hún væri þakin örum á höndum vegna sjálfskaðafíknar var henni vísað á dyr, að því er fram kemur á visir.is.

Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir

Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir setti í gær inn færslu á Facebook-hópinn Beautytips þar sem hún lýsti sjálfsskaðandi hegðun sem hófst fyrir fjórum árum, þegar hún var 13 ára gömul.

Skrunið niður til að horfa á myndband.

Herdís segir þetta vera erfitt að eiga við og að fordómar í samfélaginu séu miklir.

Ég bað um að fá að vera í langermabol en því var hafnað. Ég var spurð út í ástæður beiðni minnar og var hreinskilin. Þá var mér sagt að þetta myndi ekki þýða lengur og var mér vísað á dyr. Ég settist niður og hágrét og fannst þetta mjög leiðinlegt,

segir hún í samtali við visir.is.

Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir

Sjálfskaðandi hegðun lýsir sér þannig að fólk sker sig eða meiðir á annan hátt til að fá útrás fyrir andlegan sársauka en Herdís er greind með þunglyndi.

Herdís Hlíf hefur barist við þunglyndi síðustu ár og hefur stundað sjálfskaðandi hegðun frá því árið 2012. Það felst í því að hún hefur skorið sig með rakvélarblöðum frá úlnlið upp fyrir olnboga á báðum höndum og frá mjöðmum niður á læri á báðum fótum.

Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir þessa afstöðu bakarísins vera skýrt merki um fordóma.

„Þetta er mjög slæmt. Þarna er verið að vinna í ákveðnum sjúkdómi og það er skellur að fá svona í andlitið. Það er ekki hægt að útiloka það að þetta geti haft áhrif á batahorfur sjúklingsins,“

segir Hrund.

„Það er ekkert sem segir að hún sé verri starfskraftur og því fáránlegt að meina henni um vinnu vegna þessa.“

Hrund segir íslenskt samfélag ekki horfa rétt á andlega kvilla.

„Við lítum þetta ekki sömu augum. Það er miklu meiri skilningur á líkamlegum en andlegum kvillum. Við erum aftarlega þegar fólk þarf að leita sér aðstoðar. Engar niðurgreiðslur svo baklandið fyrir ungt fólk er það lítið að það hefur ekki efni á að sækja sér aðstoð. Það er svo síst til þess að bæta stöðuna hjá þessu fólki.“

Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir

„Ég hef þurft að fara upp á spítala í skjóli nætur með mömmu minni alveg þrisvar sinnum. Allt í allt er ég með 25 spor eftir skurðina,“ segir Herdís.

Herdís segir sjálfskaðandi hegðun vera falið vandamál sem fjölmörg íslensk ungmenni glími við. Hún vill að sín reynsla verði öðrum víti til varnaðar. Þess vegna vill hún opna á umræðuna.

„Ég náði til dæmis að fela þetta í heilt ár fyrir öllum. Það er mikilvægt að opna á umræðuna. Það er lítið talað um þetta, ekkert í skólum og svoleiðis, það er engin fræðsla. Það þarf að tala um þetta,“

segir Herdís.

Myndband

Rætt var nánar við Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá fréttina í meðfylgjandi myndbandi:

 

Greint frá á visir.is

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið