Vertu memm

Markaðurinn

Með Huppu um borð er nú hægt að versla við 500 staði hjá Wolt

Birting:

þann

 Með Huppu um borð er nú hægt að versla við 500 staði hjá Wolt

F.v. Sigurpáll Melberg, viðskiptastjóri smásölu hjá Wolt á Íslandi, Elisabeth Stenersen, framkvæmdarstjóri Wolt á Íslandi og í Noregi, Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi og Therese Arntsen, yfirmaður smásöluviðskipta hjá Wolt í Noregi.

Wolt hefur nú hafið samstarf í svalari kantinum við ísbúðina Huppu sem flestir ættu að kannast við og er þekkt fyrir glaðlyndu kúna og gómsætan ís. Viðskiptavinir í Reykjavík, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ, á Selfossi og Akureyri geta nú fengið sinn uppáhalds Huppu ís sendan beint heim að dyrum með Wolt.

Fáar þjóðir elska ís eins mikið og Íslendingar. Ís er sannkölluð ástríða á Íslandi, burtséð frá árstíð eða hitastigi, og er notið alveg jafn mikið á snjóríkum vetrarkvöldum og í miðnætursólinni.  Algengt er að sjá raðir fyrir utan vinsælar ísbúðir, jafnvel í snjóstormi, þar sem heimamenn eru dúðaðir í trefla og hanska og njóta glaðir uppáhalds kalda góðgætisins.

Wolt - Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi

Jóhann Helgason

Með nýju samstarfi Huppu og Wolt, er orðið algjörlega valkvætt að standa í röðinni.

„Íslendingar elska ísinn sinn alveg sama hvernig viðrar og Huppa er einn vinsælasti ís staður landsins,“ segir Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi. „Við hjá Wolt erum mjög ánægð með að vera loksins í samstarfi við Huppu!

Á sama hátt og við tryggjum að hamborgarinn og pizzan séu enn heit þegar þú færð sendinguna í hendurnar, er notuð aðferð til að tryggja að ísinn sé enn frosinn þegar hann kemur heim að dyrum.“

Með Huppu um borð er nú hægt að versla við 500 staði hjá Wolt

Teymi Huppu er jafn spennt fyrir samstarfinu:

„Við erum alltaf að leita að skemmtilegum og þægilegum leiðum til að koma ísnum okkar til fleira fólks,“ segir Gunnar Már Þráinsson, framkvæmdastjóri Huppu. „Með því að taka höndum saman við Wolt geta viðskiptavinir okkar notið Huppu hvar sem er; hvort sem þeir eru heima, í vinnunni eða ef þá langar einfaldlega í eitthvað kalt og sætt.“

Með samstarfinu fá viðskiptavinir Huppu nýja og þægilega leið til að seðja íslöngun þegar hún bankar upp á, hvort óskað er eftir eftirrétt, ís í fjölskylduskemmtun eða til að njóta á notalegu kvöldi. Á matseðlinum er gæðaís Huppu, mjólkurhristingar og kaffidrykkir.

Meira en 500 staðir í boði
Samstarfið markar að auki önnur tímamót fyrir Wolt á Íslandi, sem býður nú upp á skjóta afhendingu frá meira en 500 stöðum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri. Þótt veitingastaðir séu enn meirihluti samstarfsaðila Wolt, eru sífellt fleiri smásölu- og sérverslanir að ganga til liðs við vettvanginn til að bjóða Íslendingum skjótan og auðveldan aðgang að því sem þeir þurfa.

„Það er til eitthvað fyrir alla með meira en 500 heimsendingar í boði. Snögg skoðun á appinu sýnir klassískar pítsur, hamborgara og sushi, en það er líka mikið um óhefðbundnari matargerð eins og sýrlenskan kebab, kólumbískar empanadas og pólskan heimilismat. Það eru til vegan, laktósafríir og glútenlausir valkostir og pylsur með öllu. Það er heldur ekki bara matur.

Á meðal þessara 500 staða er einnig að finna vaxandi fjölda smásöluverslana sem selja allt frá matvörum, bakkelsi og blómum upp í hrekkjavökubúninga, hundamat og kynlífsleikföng. Mér finnst gaman að segja að á Wolt er hægt að fá allt frá kebab upp  í kattasand, meira segja í sömu röð,“ segir Jóhann.

Jóhann bætir við:

„Við erum rétt að byrja, það eru fleiri spennandi samstörf í vændum á næstu mánuðum til að gera lífið enn auðveldara fyrir hinn almenna Íslending.“

Hvernig virkar þetta?

  • Viðskiptavinir geta hlaðið niður appinu eða heimsótt wolt.com.
  • Leitaðu að Huppu og matseðill fullur af ís og mjólkurhristingum skoðaður
  • Pantaðu sending og fáðu vörurnar á 30-40 mínútum – enn frosnar!

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið