Vertu memm

Markaðurinn

Mats töfraði fram flott brauðmeti og bakkelsi á vörukynningu Norlander – Zeelandia

Birting:

þann

F.v. Mats Persson, Gunnar Þórarinsson og Kent Inge Ohlsson

F.v. Mats Persson, Gunnar Þórarinsson og Kent Inge Ohlsson

Fyrr í vetur hélt Sælkeradreifing vörukynningu fyrir bakaraiðnaðinn í Hótel og Matvælaskólanum í MK, þar sem bakarameistarar, nemar og konditorar voru boðnir velkomnir.

Norlander – Zeelandia vörukynning í Hótel og Matvælaskólanum í MK - Október 2013Gunnar Þórarinsson bakari og sölumaður fyrir bakarí hjá Sælkeradreifingu sá um að koma þeim Mats Persson bakara í þróunardeild og Kent Inge Ohlsson markaðsstjóra hingað til lands og sýna okkur í ræðu og riti nýjungar frá Norlander Zeelandia sem Sælkeradreifing er með umboð fyrir.

Vörulína Norlander Zeelandia þekkja bakarar en þar á meðal eru brauðblöndur, bætiefni, krydd og kryddblöndur í brauð og kökur auk fyllinga í bakkelsi og vínarbauð auk ýmisskonar fræblöndur og formafeiti fyrir plötur og form. Mjög flott síða þar sem má fletta upp hráefni sem þeir hafa á boðstólnum auk þess uppskriftavefur úr þeirra hráefni bæði brauð og kökur sem dæmi hér.

Góð mæting var í sýnikennslueldhúsið á annari hæð í hótel og matvælaskólanum í MK, en eins og myndirnar bera með sér hafði Mats sem er bakari í tilraunabakarí Norlander-Zeelandia haft nóg að snúast þennan dag. Þvílíkt magn af flottu brauðmeti og bakkelsi sem hann hafði töfrað fram, virkilega flott vörulína hér á ferð sem vert er að skoða vel.

Látum myndir tala sínu máli auk smá myndskots sem undirritaður tók á staðnum.

 

/Matthías

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið