Markaðurinn
Mats töfraði fram flott brauðmeti og bakkelsi á vörukynningu Norlander – Zeelandia
Fyrr í vetur hélt Sælkeradreifing vörukynningu fyrir bakaraiðnaðinn í Hótel og Matvælaskólanum í MK, þar sem bakarameistarar, nemar og konditorar voru boðnir velkomnir.
Gunnar Þórarinsson bakari og sölumaður fyrir bakarí hjá Sælkeradreifingu sá um að koma þeim Mats Persson bakara í þróunardeild og Kent Inge Ohlsson markaðsstjóra hingað til lands og sýna okkur í ræðu og riti nýjungar frá Norlander Zeelandia sem Sælkeradreifing er með umboð fyrir.
Vörulína Norlander Zeelandia þekkja bakarar en þar á meðal eru brauðblöndur, bætiefni, krydd og kryddblöndur í brauð og kökur auk fyllinga í bakkelsi og vínarbauð auk ýmisskonar fræblöndur og formafeiti fyrir plötur og form. Mjög flott síða þar sem má fletta upp hráefni sem þeir hafa á boðstólnum auk þess uppskriftavefur úr þeirra hráefni bæði brauð og kökur sem dæmi hér.
Góð mæting var í sýnikennslueldhúsið á annari hæð í hótel og matvælaskólanum í MK, en eins og myndirnar bera með sér hafði Mats sem er bakari í tilraunabakarí Norlander-Zeelandia haft nóg að snúast þennan dag. Þvílíkt magn af flottu brauðmeti og bakkelsi sem hann hafði töfrað fram, virkilega flott vörulína hér á ferð sem vert er að skoða vel.
Látum myndir tala sínu máli auk smá myndskots sem undirritaður tók á staðnum.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt19 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur