Vertu memm

Uncategorized @is

Matreiðslumenn með fróðleiksmola á nýrri heilsusíðu

Birting:

þann

heilsutorg4

Í byrjun júní opnaði vefsíðan Heilsutorg.com við formlega athöfn í veitingasal heilsuræktartöðvarinnar World Class í Laugum.  Heilsutorg.com er hugsað sem miðja umfjöllunar um heilsu á Íslandi fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga þar sem leitað er til lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, íþróttakennara, matreiðslumanna og fleiri fagaðila til að gera Heilsutorg að veruleika.

Ritstjórn Heilsutorgs.com skipa Fríða Rún Þórðardóttir, Magnús Jóhansson og Steinar B. Aðalbjörnsson.  Heilsutorg.com er rekið og í eigu iSport ehf en eigendur þess eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur, Tómas Hilmar Ragnars framkvæmdastjóri og Teitur Guðmundsson læknir, sem jafnframt er stjórnarformaður félagssins.

„Fyrir mig er gaman að skyggnast aðeins inn í heilsupakkann og stúdera þá hlið á faginu“, segir Ragnar Ómarsson matreiðslumaður en hann birtir meðal annars fróðleiksmola um undirbúning og eldun á heilum steikum á síðunni.
Kíkið á Heilsutorg.com.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlegri opnun Heilsutorgs.com:

Myndir af facebook síðu Heilsutorg.com.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið