Uncategorized @is
Matreiðslumenn með fróðleiksmola á nýrri heilsusíðu
Í byrjun júní opnaði vefsíðan Heilsutorg.com við formlega athöfn í veitingasal heilsuræktartöðvarinnar World Class í Laugum. Heilsutorg.com er hugsað sem miðja umfjöllunar um heilsu á Íslandi fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga þar sem leitað er til lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, íþróttakennara, matreiðslumanna og fleiri fagaðila til að gera Heilsutorg að veruleika.
Ritstjórn Heilsutorgs.com skipa Fríða Rún Þórðardóttir, Magnús Jóhansson og Steinar B. Aðalbjörnsson. Heilsutorg.com er rekið og í eigu iSport ehf en eigendur þess eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur, Tómas Hilmar Ragnars framkvæmdastjóri og Teitur Guðmundsson læknir, sem jafnframt er stjórnarformaður félagssins.
„Fyrir mig er gaman að skyggnast aðeins inn í heilsupakkann og stúdera þá hlið á faginu“, segir Ragnar Ómarsson matreiðslumaður en hann birtir meðal annars fróðleiksmola um undirbúning og eldun á heilum steikum á síðunni.
Kíkið á Heilsutorg.com.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlegri opnun Heilsutorgs.com:
Myndir af facebook síðu Heilsutorg.com.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata